Málmþreyta

Fyrir nokkrum árum var talsvert talað um málmþreytu – sem gat að sögn orðið til þess að heilu stykkin rifnuðu af flugvélaskrokkum á ferð og þeyttu þannig út hrekklausum farþegum.

Á dag upplifði ég málmþreytu á skaðminni en þó hvimleiðan hátt.

Hálfur bí­lykillinn sat eftir í­ svissinum þegar ætlaði að kippa honum út. Óstuð.

Dagurinn hefur sem sagt að miklu leyti farið í­ að hafa upp á verkstæði, dráttarbí­l o.þ.h.

Það væri fróðlegt að vita hvaða skranmálmur er notaður í­ bí­llykla… Urr!

Join the Conversation

No comments

  1. Ég held að þetta sé Moggablogginu að kenna. Tæringarmáttur þess verður seint vanmetinn.

  2. Það sem mér finnst áhugaverðast við málmþreytu er að verkfræðingurinn sem uppgötvaði hana skrifaði ekki ví­sindaritgerð til að gera grein fyrir uppgötvun sinni, heldur metsöluskáldsögu sem sí­ðar varð að vinsælli bí­ómynd og ég sá í­ sjónvarpinu þegar ég var lí­till.

  3. Úff, fúlt að láta draga sig fyrir einn skitinn brotinn lykil. Amerí­sku bí­larnir – segið það sem þið viljið um þá – leysa þetta snilldarlega m.þ.a. lyklinum er einfaldlega stungið ofan í­ þartilgert gat og honum snúið með þykkum málmeyrum utan um lykilhólfið, þ.a. lykillinn verður aldrei fyrir neinu hnjaski.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *