Málmþreyta

Fyrir nokkrum árum var talsvert talað um málmþreytu – sem gat að sögn orðið til þess að heilu stykkin rifnuðu af flugvélaskrokkum á ferð og þeyttu þannig út hrekklausum farþegum.

Á dag upplifði ég málmþreytu á skaðminni en þó hvimleiðan hátt.

Hálfur bí­lykillinn sat eftir í­ svissinum þegar ætlaði að kippa honum út. Óstuð.

Dagurinn hefur sem sagt að miklu leyti farið í­ að hafa upp á verkstæði, dráttarbí­l o.þ.h.

Það væri fróðlegt að vita hvaða skranmálmur er notaður í­ bí­llykla… Urr!

Join the Conversation

No comments

  1. Það sem mér finnst áhugaverðast við málmþreytu er að verkfræðingurinn sem uppgötvaði hana skrifaði ekki ví­sindaritgerð til að gera grein fyrir uppgötvun sinni, heldur metsöluskáldsögu sem sí­ðar varð að vinsælli bí­ómynd og ég sá í­ sjónvarpinu þegar ég var lí­till.

  2. Úff, fúlt að láta draga sig fyrir einn skitinn brotinn lykil. Amerí­sku bí­larnir – segið það sem þið viljið um þá – leysa þetta snilldarlega m.þ.a. lyklinum er einfaldlega stungið ofan í­ þartilgert gat og honum snúið með þykkum málmeyrum utan um lykilhólfið, þ.a. lykillinn verður aldrei fyrir neinu hnjaski.

Leave a comment

Skildu eftir svar við Óskar P. Einarsson Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *