Fyrir nokkrum árum var talsvert talað um málmþreytu – sem gat að sögn orðið til þess að heilu stykkin rifnuðu af flugvélaskrokkum á ferð og þeyttu þannig út hrekklausum farþegum.
Á dag upplifði ég málmþreytu á skaðminni en þó hvimleiðan hátt.
Hálfur bílykillinn sat eftir í svissinum þegar ætlaði að kippa honum út. Óstuð.
Dagurinn hefur sem sagt að miklu leyti farið í að hafa upp á verkstæði, dráttarbíl o.þ.h.
Það væri fróðlegt að vita hvaða skranmálmur er notaður í bíllykla… Urr!