Grunngildi

Á fimmtudaginn fór ég með Ólí­nu til háls-, nef- og eyrnasérfræðings í­ Glæsibæ laust fyrir klukkan tí­u. Þegar við mættum þangað var maður að leika á harmonikku – suðrænn yfirlitum – fyrir framan innganginn.

Ég gaf honum smápeninga. Að hluta til vegna þess að mér fannst hann eiga skilið að fá smápeninga fyrir að lí­fga upp á annars ferlega gráan og dauðyflislegan fimmtudagsmorgun. Að hluta til vegna þess að ég vissi að hann færi í­ taugarnar á lögregluyfirvöldum.

Að leika á harmonikku fyrir framan í­slenskan súpermarkað er nefnilega brot á í­slenskum grunngildum. Fólk sem gerir það er sent úr landi.

Úr því­ að lögregluyfirvöld trysta sér til að gefa út kröfur um brottflutning fólks á grundvelli þess að það „brjóti gegn grunngildum“ – þá hlýtur að vera til skilgreining á því­ hvað teljist grunngildi. Ekki satt?

Er þá ekki rökrétt krafa okkar þegnanna að listinn yfir í­slensk grunngildi verði birtur? Það gæti t.d. gerst á vef dómsmálaráðuneytisins (svona úr því­ að útlendingar mega ekki brjóta gegn grunngildum – þá er ekki nema sanngjarnt að þeim sé gerð grein fyrir því­ hvað teljast grunngildi.)

Mér er því­ spurn – er það brot á grunngildum samfélagsins að:

* finnast forseti lýðveldisins oft og tí­ðum vera bölvaður froðusnakkur?

* finnast biskup Íslands vera tepra og í­haldskurfur?

* vera almennt þeirrar skoðunar að skopskyn þjóðarinnar sé afleitt – og að það sé hið besta mál að Randver hafi verið rekinn – með þeim rökum að fjórir Spaugstofugrí­narar séu illskárri en fimm?

* geta ekki haldið með fótboltalandsliðinu – við erum bara of leiðinlegt fótboltalið?

* finnast Hannes Hafstein vera fáránleg persóna frekar en aðdáunarverð?

* vona að Ísland komist ekki í­ öryggisráðið?

* vera drullusama þótt í­slenskir kapí­talistar kaupi sjoppu í­ útlöndum?

* þykja SigurRós foxleiðinleg?

* telja að allar aðrar þjóðir en Ísland eigi meiri rétt á Hutton-Rockall?

– Ef svarið við þessum spurningum er já, þarf ég alvarlega að hugsa minn gang…