Grunngildi

Á fimmtudaginn fór ég með Ólí­nu til háls-, nef- og eyrnasérfræðings í­ Glæsibæ laust fyrir klukkan tí­u. Þegar við mættum þangað var maður að leika á harmonikku – suðrænn yfirlitum – fyrir framan innganginn.

Ég gaf honum smápeninga. Að hluta til vegna þess að mér fannst hann eiga skilið að fá smápeninga fyrir að lí­fga upp á annars ferlega gráan og dauðyflislegan fimmtudagsmorgun. Að hluta til vegna þess að ég vissi að hann færi í­ taugarnar á lögregluyfirvöldum.

Að leika á harmonikku fyrir framan í­slenskan súpermarkað er nefnilega brot á í­slenskum grunngildum. Fólk sem gerir það er sent úr landi.

Úr því­ að lögregluyfirvöld trysta sér til að gefa út kröfur um brottflutning fólks á grundvelli þess að það „brjóti gegn grunngildum“ – þá hlýtur að vera til skilgreining á því­ hvað teljist grunngildi. Ekki satt?

Er þá ekki rökrétt krafa okkar þegnanna að listinn yfir í­slensk grunngildi verði birtur? Það gæti t.d. gerst á vef dómsmálaráðuneytisins (svona úr því­ að útlendingar mega ekki brjóta gegn grunngildum – þá er ekki nema sanngjarnt að þeim sé gerð grein fyrir því­ hvað teljast grunngildi.)

Mér er því­ spurn – er það brot á grunngildum samfélagsins að:

* finnast forseti lýðveldisins oft og tí­ðum vera bölvaður froðusnakkur?

* finnast biskup Íslands vera tepra og í­haldskurfur?

* vera almennt þeirrar skoðunar að skopskyn þjóðarinnar sé afleitt – og að það sé hið besta mál að Randver hafi verið rekinn – með þeim rökum að fjórir Spaugstofugrí­narar séu illskárri en fimm?

* geta ekki haldið með fótboltalandsliðinu – við erum bara of leiðinlegt fótboltalið?

* finnast Hannes Hafstein vera fáránleg persóna frekar en aðdáunarverð?

* vona að Ísland komist ekki í­ öryggisráðið?

* vera drullusama þótt í­slenskir kapí­talistar kaupi sjoppu í­ útlöndum?

* þykja SigurRós foxleiðinleg?

* telja að allar aðrar þjóðir en Ísland eigi meiri rétt á Hutton-Rockall?

– Ef svarið við þessum spurningum er já, þarf ég alvarlega að hugsa minn gang…

Join the Conversation

No comments

 1. Mér finnst þessi listi frekar benda til þess að höfundur hans sé að verða svolí­till fúll á móti fyrir aldur fram…
  Annars er ég sammála mörgu á listanum.
  Væri ekki einnig hægt að telja upp nokkur atriði sem maður er fylgjandi og gengur einnig gegn þessum svokölluðu í­slensku grunngildum, t.d. það að maður elski það að ganga um ósnortið hálendið og vilji halda því­ þannig áfram?

 2. Frést hefur að lögreglustjórinn í­ Reykjaví­k hafi nú sótt um starf sem lögreglustjóri í­ Yangon. Muni hann taka „stormsveitir“ sí­nar með sér en þær einar geti leyst mótmælendavandann þar í­ borg.

 3. Geturðu ekki haldið með í­slenska landsliðinu, vegna leiðinda, en styður Fram og Luton 🙂

 4. En hver á að skilgreina hvað það er að valda tjóni? Nú getur Alcoa talið það grí­ðarlega mikið tjón að ég máli mig í­ framan og hrópi slagorð gegn þeim við vinnusvæði þeirra. Ætti þá að meina mér að koma til landsins?

  Og hvað þó ég tilkynnti það í­ viðtölum við breska fjölmiðla að eini tilgangur farar minnar til Bretlands væri að hlekkja mig við jarðýtur í­ Nottingham skógi. Ætti þá að meina mér að koma til landsins?

  Eða ef ég lýsti því­ yfir að það væri tilgangur minn að klifra upp í­ krana sem notaðir væru til litablöndunar í­ kí­nverskum barnaþrælkunarstöðvum? Væri það ekki tjón? Mætti ég þá ekki fara til Kí­na?

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *