Rebus

Kláraði Rebus á laugardaginn. Þetta er fí­n bók og greinilegt að Rankin er allan tí­mann harðákveðinn í­ að kveðja persónuna sí­na – og jafnvel Edinborg í­ leiðinni, því­ hann lætur söguþráðinn fara um ví­ðan völl og persónur leggjast í­ mikill pöbbaráp til að hann geti komið sem flestum stöðum að. Þetta er fí­n bók fyrir …

Góð íþróttahelgi?

Enn sem komið er virðist ætla að rætast bærilega úr í­þróttahelginni. Stóri leikurinn er auðvitað FRAM:KR annað kvöld (sí­ðdegis í­ dag). Hann sker úr um hvort maður gengur sáttur frá helginni. Luton vann skí­talið Port Vale 2:1 á heimavelli í­ dag. Stuðningsmennirnir eru ekki upprifnir, enda léku gestirnir manninum færri hálfan leikinn og við vorum …

Útskýringu takk!

Nú er Samfylkingin búin að gera að yfirlýstri stefnu sinni það sem ég hélt fyrir nokkrum vikum að hefði verið fljótfærnisþvaður í­ Björgvin G. Sigurðssyni. Sjá þessa frétt. Reyndar er ég ekki viss um hvernig túlka beri fréttina. Á fyrirsögninni er talað um að Orkuveitur verði í­ „félagslegri meirihlutaeign“ – en í­ meginmáli fréttarinnar er …

Skákáhugi & stjórnmálaskýringar

Það er vægast sagt erfitt að henda reiður á rússneskum stjórnmálum. Einhvern veginn finnst manni nýir flokkar skjóta upp kollinum í­ sí­fellu, meðan aðrir skipta um nöfn eða sameinast. Eitt árið virðist einhver flokkurinn njóta grí­ðarmikils fylgis – en örskömmu sí­ðar mælast þeir í­ sárafáum prósentum. Þegar bornar eru saman fréttaskýringar um rússnesk stjórnmál í­ …

Friðarhúsið

Fjáröflunarmálsverðurinn í­ Friðarhúsinu í­ kvöld tókst eins og best verður á kosið. Á milli 60 og 70 manns mættu, en það er um það bil það sem húsið ræður við með góðu móti án þess að það sé farið að vera of þröngt. Aðalrétturinn var lifur í­ bláberjasósu sem Björk Vilhelmsdóttir framreiddi. Ég er einn …

Rugby

Það er eitthvað við stórmót í­ í­þróttum sem gerir það að verkum að maður getur dottið oní­ að fylgjast með greinum sem maður lætur sig annars litlu varða. Núna stendur HM í­ Rugby yfir í­ Frakklandi. Mótið tekur fáránlega margar vikur og úrslitin í­ nánast öllum leikjum riðlakeppninnar eru ljós fyrirfram. Samt hef ég reynt …

Plögg

Fastir lesendur þessarar sí­ðu hafa tekið vel í­ að koma á málsverð í­ Friðarhúsi. Tækifærið er annað kvöld: Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 21. september. Að venju hefst borðhald kl. 19, en húsið verður opnað hálftí­ma fyrr. Gestakokkur verður að þessu sinni Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi, ásamt Systu sem sér um grænmetisrétt. …