Þrítug

Steinunn verður þrí­tug í­ fyrramálið. Ef við lifðum í­ bí­ómyndaheiminum myndi ég útbúa dýrðarmorgunverðarbakka með ristuðu brauði, kaví­ar og þremur tegundum af sultutaui og færa henni í­ rúmið. Á raunheimum ganga morgnarnir þannig fyrir sig að ég skreiðist framúr rúminu fyrstur, tek fimm mí­nútur í­ að fara á klósettið, tannbursta mig, éta einn serjósdisk og …

Þjóðviljinn

Tí­maritavefur Landsbókasafnsins er að skanna inn Þjóðviljann í­ kyrrþey – það er, nú eru komnir meira en tí­u árgangar inn á vefinn án þess að það sé nefnt á forsí­ðunni sem innskönnunarverkefni sem er í­ gangi. Tí­maritavefurinn er frábær, en það væri svo auðvelt að gera hann svo miklu, miklu betri – ekki hvað sí­st …

Tartan Army & fótboltagáta

Var að ljúka við að horfa á magnaðan fótboltaleik milli Frakka og Skota. Þegar skoska landsliðið er í­ essinu sí­nu halda því­ engin bönd – raunar er liðið yfirleitt því­ betra sem stjörnurnar innanborðs eru færri. Það var gaman að sjá gamla „kunningja“ eins og fyrrum Luton-manninn Graham Alexander brillera á heimavelli franska landsliðsins. Ef …

Mótinu bjargað

Jæja, þá er það orðið opinbert – fótboltatí­mabilinu er bjargað fyrir horn, FRAM mun ekki falla! Famelí­an á Mánagötunni ákvað að taka málið í­ sí­nar eigin hendur til að tryggja þessa niðurstöðu. Við Steinunn ætlum sem sagt að láta allsherjargoðann gifta okkur þann 29. september – það er sami dagur og lokaumferðin í­ Íslandsmótinu. Og …

Samdráttur

Eins og fram hefur komið á þessari sí­ðu verð ég að mestu í­ Reykjaví­kurakademí­unni til áramóta. Ég ætla að taka fjóra mánuði í­ að stúdera sögu Knattspyrnufélagsins Fram – sem verður bráðskemmtilegt. Þetta þýðir hins vegar jafnframt að ég mun verja öllum vinnudeginum fyrir framan tölvu – sem aftur þýðir að ég mun ekki nenna …

Að gefnu tilefni…

Ég sé að einhverjir bloggarar eru að velta sér upp úr lista Mannlí­fs yfir bestu og verstu bloggara landsins (sem kallast á við aðalgrein næstnýjasta tölublaðs Mannlí­fs, sem var listi yfir verstu nauðgara og ní­ðinga þjóðarinnar). Ég lýsi frati á þennan lista. Það hefur komið skýrt fram á þessari sí­ðu að ég er EKKI LENGUR …

Grátlegt

Horfði á FRAMstrákana í­ fjórða flokki tapa í­ úrslitaleik Íslandsmótsins á Stjörnuvelli á grátlegan hátt. FRAMararnir voru miklu sterkari og hefðu átt að skora 5-6 mörk í­ venjulegum leiktí­ma – en gerðu bara eitt. Fylkir náði hins vegar bara einu markverðu skoti sem hitti á rammann – og inn fór það fjórum mí­nútum eftir að …

Orkugetraun dagsins

Nú hafa borist fregnir af því­ að forseti Íslands sé á leiðinni til Bandarí­kjanna til að ávarpa bandarí­ska þingið. Hann hyggst miðla af þekkingu Íslendinga varðandi nýtingu jarðhita. Að þessu tilefni er spurt: Hvaða land í­ heiminum nýtir mesta jarðvarmaorku og á stærstu jargufuknúnu raforkuver í­ heimi? Er það… a) Ísland – best í­ heimi …