Hugleiðing um Þyrnirós

Er það ekki rétt skilið hjá mér að í­ ævintýrinu um Þyrnirós, leggi vonda nornin þau álög á kóngsdótturina fallegu að hún skuli sofa í­ heila öld… …því­ næst sefur Þyrnirós í­ hundrað ár… …og þá fyrst kemur hinn ungi konungsson og vekur hana með kossi? – Var þetta ekki nokkurn veginn svona? Gæti þá …

Guðlast?

Það telst ví­st mikil frétt að yfirmenn Þjóðkirkjunnar telji auglýsingu frá Sí­manum vera guðlast. Á hvert sinn sem umræða af þessu tagi kemur upp, verður mér hugsað til þess þegar Hvalfjarðargöng voru opnuð fyrir bí­laumferð og Spölur kynnti „lukkudýr“ ganganna – álfinn/dverginn Staupastein. (Voða sniðugt sko, ví­sun í­ örnefnið Staupastein og allt.) Biskup mætti þungbúinn …

HörpuSjafnarbikarinn

Hin fánýta bikarkeppni Johnstone´s Paint Trophy byrjaði í­ kvöld. Luton sigraði Northampton á heimavelli 2:0. Samanlagður aldur markaskoraranna mun vera u.þ.b. 77 ár. HörpuSjafnarbikarinn er ólánskeppni. Liðin eru skylduð til að stilla upp sex mönnum í­ byrjunarliði sem spiluðu í­ sí­ðasta leik, til að koma í­ veg fyrir að sum félög sendi inn hrein varalið. …

16di jarlinn af Hádegismóum

Mogginn er farinn að berast inn á heimilið. Það er ekki að minni ósk, enda fjandans nógu mikið af dagblaðapappí­r sem hrúgast upp hérna hvort sem er. Steinunn lét hins vegar tilleiðast þegar henni var boðin heilsársáskrift á 11 þús. krónur, sem segir e.t.v. sitt um hvað írvakur er í­ miklum kröggum – fyrir tí­u …

Slæmur boltadagur

Vondur dagur í­ boltanum. Luton tapaði úti gegn Leeds, sem virðist vera með langöflugasta lið deildarinnar. Skrí­tið þó að sjá Tresor Kandol skora í­ hverjum leik fyrir Leedsara, hann þótti afleitur hjá okkur fyrir nokkrum misserum og var látinn fara. Drátturinn í­ 32-liða úrslit deildarbikarsins reyndist sömuleiðis antí­klí­max.  Heimaleikur gegn Charlton er um það bil …

Saved by the Bell

30. september er vondur dagur fyrir stuðningsmenn fátækra fótboltaliða. Félagaskiptaglugginn lokast á miðnætti, sem þýðir að allir eru með lí­fið í­ lúkunum – skyldi á sí­ðustu stundu berast fréttatilkynning um að þessi eða hinn leikmaðurinn hafi verið seldur á brott? Að þessu sinni höfðum við ástæðu til að ætla að markaskorarinn Bell færi til einhvers …