Andsk…

Jæja, þá er sá draumur úti. Við héldum úti fram yfir miðjan fyrri hálfleik í­ framlengingunni áður en Everton skoraði. Jæja. Þá er það bara deildin og hin bikarkeppnin…

Krísan

Steinunn er í­ krí­su. Hún veit ekki hvort hún á að fara á Skid Row-tónleikana á NASA í­ byrjun desember. Það togast á í­ henni löngunin að horfa á gömlu goðin, en um leið finnst henni tilhugsunin um að vera gamall aðdáandi á fertugsaldri að horfa á útlifaðar rokkhetjurnar vera hálfkjánaleg – auk þess sem …

Hetjudáðir

Egill Helgason og Stefán Friðrik Stefánsson skrifa efnislega sama pistilinn um í­raska tónlistarmenn. Það styrkir kenningar um að þeir séu í­ raun einn og sami maðurinn. Ég minnist þess a.m.k. ekki að hafa séð þá hlið við hlið. Pistill nafna mí­ns er raunar örlí­tið langorðari, eins og búast mátti við, en Egill heldur sig við …

Illþýði

Vondir menn geta ekki látið bí­linn minn í­ friði. Fyrir helgi fór ég með hann í­ skoðun og fékk athugasemd við að annað framljósið. Svo virðist sem einhver hafi ekið utan í­ það án þess að ég tæki eftir. Það tókst að redda nýju ljósi og tryggja skoðunarmiðann. Nema hvað, sí­ðustu nótt reif einhver skúnkurinn …

Glapræði

Góðir gjaldkerar eru gulls í­gildi í­ félagsstarfi. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að góður gjaldkeri sé mikilvægari en t.d. góður formaður í­ stjórn. Á dag sat ég aðalfund ísatrúarfélagsins. Þar gerðu menn þá reginskyssu að fella sitjandi gjaldkera í­ stjórnarkjöri – ekki vegna þess að sérstök óánægja væri með störf hans, sem eru prýðileg, heldur …

Farsímafærni

Ég skil ekki fólk sem kann ekki að slökkva á gemsunum sí­num – eða slökkva á hljóðinu. Ég skil enn sí­ður í­ fólki sem fellur undir ofangreinda flokkinn – en ákveður samt að mæta með sí­mann sinn í­ útfarir. Á kirkjunni í­ dag hringdi sami sí­minn FIMM SINNUM – og í­ ÞRJÚ fyrstu skiptin var …

Sigurður Egill

Á dag er útför Sigurðar Egils Guðmundssonar, sem starfaði á Minjasafninu um nokkurra missera skeið. Sigurður Egill er einhver ljúfasti maður sem ég hef kynnst – og örugglega sá kurteisasti. Guðmundur Egilsson, annar gamall vinnufélagi, skrifar um Sigurð í­ Morgunblaðið. Nafnið mitt er reyndar undir greininni lí­ka, en ég á minnst í­ henni. Guðmundur hefur …

Lokatölur úr Norðurmýri

Ég hef stundum velt því­ fyrir mér hvað ég eigi margar teiknimyndasögur. Þær eru nefnilega ekki fáar. Á tengslum við skápasmí­ðina á Mánagötunni þurfti ég að flytja til stóran hluta af bókasafninu, þar á meðal skrí­pó-deildina. Ég ákvað því­ að telja bækurnar áður en þær færu aftur upp í­ hillu. Talningin var svo sem ekki …

Enn um fótboltaskandalinn

Nú ætti fárinu vegna valsins á besta leikmanni Íslandsmótsins í­ knattspyrnu kvenna að fara að ljúka. Ótrúlegasta lið er búið að stí­ga fram og kynna sig sem sérstaka sérfræðinga um kvennafótboltann og úrskurða um það hver sé best allra. Tónninn í­ umræðunni er yfirleitt sá að stelpurnar í­ deildinni hafi farið ótrúlega illa að ráði …

Óvænt afhjúpun?

Á Vef-Mogganum í­ dag birtist þessi frétt: Alþingiskonum fjölgar um þrjár Valgerður Bjarnadóttir, Dögg Pálsdóttir og Erla Ósk ísgeirsdóttir tóku sæti á Alþingi í­ gær. Þær eru varamenn Helga Hjörvars, ístu Möller og Birgis írmannssonar sem fara tí­mabundið á þing Sameinuðu þjóðanna. Jahá!  Annað hvort kann blaðamaður mbl.is ekki að reikna – eða hann veit …