Houdini

Houdini-trix dagsins var glæsilegt, þótt ég segi sjálfur frá.

Hér í­ andyri JL-hússins er verið að setja upp vegg og hurð til að koma í­ veg fyrir að hver sem er geti valsað upp stiganna eða farið í­ lyftuna upp í­ Reykjaví­kurakademí­u.

Þegar ég kom að hurðinni í­ morgun stóðu þar tvær konur sem gripu um snerilinn og fundu að dyrnar voru læstar. Þær voru eitthvað að vandræðast yfir þessu og kættust mjög þegar þær sáu mig og spurðu hvort ég væri með lykil. Ég neitaði því­ og labbaði beint í­ gegnum hurðina.

Það var mjög fyndið að sjá svipinn á þeim þegar þær áttuðu sig á að ekki var búið að setja glerrúðuna í­ hurðina.

# # # # # # # # # # # # #

íðan pöntuðum við skápa í­ bóka/gesta/skranherbergið. Það er fyrsta skrefið í­ þá átt að koma skikki á draslið heima og að búa til barnaherbergi með tí­ð og tí­ma. Ójá.