Söngvasveinar

Á dag birtust tvær fréttir af söngelskum stjórnmálamönnum í­ blöðunum.

Annars vegar var sagt frá því­ að Geir Haarde væri að syngja lag eftir Johnny Cash inn á plötu. Hins vegar var upplýst að Hugo Chavez forseti Venesúela sé lí­ka að syngja inn á plötu.

Það var kúnstugt að fylgjast með þvi að önnur fréttin gekk út á að þetta væri skemmtilegt krydd í­ tilveruna og sýndi hvað stjórnmálamanninum væri margt til lista lagt og hann tæki sjálfan sig mátulega alvarlega. Hin fréttin bar það með sér að nú væri viðkomandi stjórnmálamaður augljóslega endanlega búinn að tapa sér í­ stórmennskubrjálæðinu og rí­kið hans augljóslega bananalýðveldi.

Er ég einn um að finnast þetta dálí­tið sniðugt?

Join the Conversation

No comments

  1. Ég rakst á þetta með Geir, en missti af hinni fréttinni.
    Sem sérlegur áhugamaður um uppeldishlutverk fjölmiðla (Ísland gott/útland vont) hefði ég gaman af að fá tengil. Hef leitað en ekkert fundið.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *