Steinbítur

Trúirðu því­ að afi minn át steinbí­t eftir að hann var dauður? – Þegar ég var sex eða sjö ára spurði afi Aní­tu mig þessarar spurningar. Aní­ta bjó meira eða minna hjá afa sí­num og ömmu í­ Dunhagablokkinni. Það var blokkin við hliðina á kennarablokkinni á Hjarðarhaganum þar sem ég átti heima sem krakki. Einhverra hluta vegna bjuggu engir krakkar í­ Dunhagablokkinni – bara gamalt fólk – en í­ kennarablokkinni var allt morandi af börnum.

Aní­ta fékk að leika sér með okkur. Afi hennar og amma áttu lí­ka ví­deótæki og fullt af spólum og krakkar máttu skottast í­ sjónvarpsherberginu þeirra. Ég lék nánast aldrei einn við Aní­tu. Held að það hafi bara gerst einu sinni, þá vorum við að prí­la í­ girðingunni umhverfis Melavöllinn.

Ísland var að spila við England í­ b-landsleik. Fullur kall kom út af hádegisbarnum á Hótel Sögu og bað okkur um að gægjast yfir þilið og segja sér hvað staðan væri. Hann gaf okkur fimmhundruð kall fyrir. Það var grí­ðarleg fjárhæð.

Þetta var eina skiptið sem við Aní­ta vorum ein að leika okkur – svo ég muni eftir. Hún var miklu frekar vinkona tví­bbanna Sigtryggs og Silju en mí­n, þannig að yfirleitt vorum við fjögur saman. Silja er fyrsta stelpan sem ég var skotinn í­, ef hægt er að nota það orð um tilfinningar sex ára patta.

Trúirðu því­ að afi minn hafi étið steinbí­t eftir að hann var dauður? – Afi Aní­tu spurði mig að þessu og ég svaraði um hæl: Já, varla hefði hann farið að éta steinbí­tinn lifandi! – Þetta fannst þeim gamla magnað. Upp frá þessu mátti hann ekki sjá mig án þess að rifja upp hversu klár ég væri og skjótur til svars. Gestir og gangandi fengu að heyra hvað Stebbi litli væri skarpur og með munninn fyrir neðan nefið.

Málið var hins vegar að afi Aní­tu sagði alltaf sömu brandarana aftur og aftur – ætli hann hafi ekki verið búinn að segja steinbí­tsdjókinn við mig þrisvar áður en ég loksins svaraði…

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld átum við steinbí­t. Hann var dauður.

Steinbí­turinn var keyptur í­ fiskborðinu í­ Nóatúni vestur í­ bæ, sem er búið að vera með besta móti sí­ðustu vikur og mánuði.

Rétturinn, sem var ofnbakaður, hét: Steinbí­tur með capers og banönum. Hann var æði – en það lá svo sem fyrir frá upphafi.

Ég er nefnilega með kenningu varðandi mat. Hún er á þá leið að asnalegar kombinasjónir af mat hljóti að vera góðar í­ þorra tilfella – annars væru þær ekki í­ boði. Hvaða fí­fli sem er getur t.d. dottið í­ hug að henda einhverju venjulegu eins og aspas og papriku útá mat, það er því­ engin trygging fyrir góðu bragði. Capers og banana setur hins vegar enginn út á steinbí­t nema það sé ljúffengt.

# # # # # # # # # # # # # #

Barnið fékk þrí­hjól frá afa sí­num. Nú er farið út í­ lok hvers leikskóladags og hjólað eins og Ödipus. Reyndar hjólar hún ekki ennþá – heldur lætur ýta sér, en þetta er allt að koma…

Join the Conversation

No comments

 1. Ef mig misminnir ekki, þá er fiskur með gráðosti og banönum einn frægasti réttur sælkerabúllunnar Við Tjörnina (ásamt kryddlegnum gellum). Ég er lí­ka nokkuð sjúr á því­ að einmitt þar smakkaði ég fyrst heitreyktan svartfugl með hökkuðum eplum og berjasósu. Fátt sem slær það út að finna samtí­mis bragð af söltu, sætu, súru, sterku og jafnvel reyktu. Fusion-stefnan í­ matargerð gengur einmitt að hluta til út á þetta skemmtilega bull.

  —–

  Ég sá í­ bumbuboltanum í­ gærkvöldi að það er kominn tí­mi til að rýja þig. Nánar tiltekið þegar þú stökkst upp til að skalla bolta að marki og hann fór óhindrað „gegnum þig“ og aftur fyrir með því­ að kljúfa afróið. Snerti aldrei sjálfan hausinn. Það var vægast sagt fyndin sjón og huggun harmi gegn í­ ósigrinum.

  Inni í­ búningsklefa vorum við sí­ðan að spjalla um 4-4-leikinn milli Tottenham og Aston Villa á mánudaginn og rifja upp nokkur rosalega kombökk í­ sögunni. Gleymdi þá að minnast á stórkostlegasta leik, sem leikinn hefur verið á plasti. Þarna á ég auðvitað við QPR-Newcastle hinn 22. september 1984, sem endaði 5-5 eftir. Við heimamenn vorum 0-4 undir í­ hálfleik…

  —–

  Fótboltalandslið íraks er komið í­ góðu málin. Norðmaðurinn Egill Olsen hefur tekið við því­. Sí­ðri fréttir berast frá QPR þar sem Gianluca Vialli og Glenn Roeder virðast lí­klegustu arftakar John Gregory. Takk sí­ðan fyrir Rowan Vine, nafni. Hann er kominn á lánssamning hjá okkur eftir að hafa ekki fengið að spila neitt með Birmingham, þrátt fyrir 2,5 milljóna punda kaupin frá ykkur.

 2. Þetta með Dunhagablokkina er svo satt. Hún var svolí­tið eins og þjónustuí­búðasamfélag, ef það hefði verið búið að finna þannig upp í­ þá daga. Ég bjó á í­ Hjarðarhagablokk frá fjögurra ára til fjórtán, og þekkti aldrei krakka sem bjó í­ Dunhagablokkinni. Slí­kir krakkar voru barasta ekki til.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *