Vegamót

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar bárust í­ dag. Þar eru kynntar niðurstöður útboðs og birtar yfirlitsmyndir af fyrirhuguðum framkvæmdum við Miðfjarðarveg, nánar tiltekið tenginguna milli Laugarbakka og Hringvegarins. Þetta eru góðar fréttir, enda núverandi tenging alltof kröpp og raunar stórhættuleg.

Jafnframt er birt kort í­ blaðinu sem sýnir hversu mikið hefur verið unnið í­ að leggja bundið slitlag á sveitavegi á Suðurlandi. Það er lygilega mikið, þótt enn séu áberandi gloppur – t.d. er furðulegt að enn sé ekki komið slitlag umhverfis Þingvallavatn.

Loks er lí­til klausa um að lokið sé forvali á verktökum vegna tilboðs í­ gerð Óshlí­ðarganga. Enn og aftur vil ég hrósa Vegagerðinni fyrir að standa frábærlega að kynningarmálum sí­num. Aðrar opinberar stofnanir ættu að taka þetta til fyrirmyndar.

# # # # # # # # # # # # #

Luton fokkaði upp leik kvöldsins í­ HörpuSjafnar-bikarnum. Vorum 1:3 yfir þegar 17 mí­n. voru eftir, en töpuðum 4:3. $/&%/(#%