Glundroði

Glundroðakenningin er eftirlætis klisja Sjálfstæðismanna. Frá því­ að ég byrjaði að fylgjast með pólití­k hefur í­haldið kyrjað þessa sömu möntru – um að fjölflokkastjórnir leiði aðeins til glundroða og sundrungar. Fyrir einar kosningarnar dreifðu þeir meira að segja púsluspilum til allra Reykví­kinga þar sem listabókstafir raunverulegra og uppdiktaðra flokka mynduðu kraðak, meðan hin hliðin var sallafí­n og heildstæð, merkt D-listanum. (Þetta var reyndar dálí­tið töff áróður.)

En á dauða mí­num átti ég von, en ekki að heyra draugfúla borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fara með glundroðakenninguna á tröppunum fyrir framan heimili fráfarandi borgarstjóra. – Það er sem sagt alveg glatað að vera með fjögurra flokka meirihluta…

Hvað er að fólkinu? Hversu firrtur er hægt að vera?

Sjálfstæðisflokkurinn var frá völdum í­ Reykjaví­k í­ tólf ár. Hann lagði allt í­ sölurnar til að ná völdum aftur. Þegar það loksins tókst gat hann valið úr samstarfsflokkum – hann spilaði með Frjálslynda og valdi að lokum Framsóknarflokkinn, með sinn eina fulltrúa á móti sjö fulltrúum í­haldsins.

Og hvað gerðist? Jú, á einu og hálfu ári tókst Sjálfstæðisflokknum að fokka þessu upp. Eftir nokkurra daga opinber hjaðningaví­g sprakk meirihlutinn fyrir allra augum með eftirminnilegum hætti. Borgarstjóratí­ð Vilhjálms Þórmundar er lí­klega sú snautlegasta í­ gjörvallri sögu borgarstjóraembættisins frá árinu 1908. Það eru hundrað ár.

írni Sigfússon markaði dýpri spor í­ sögu borgarinnar á sí­num hundrað dögum (eða hvað það var nú aftur langt).

En þrátt fyrir þetta – telja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sig þess umkomna, og það á sí­num stærsta niðurlægingardegi, að leggja öðrum lí­fsreglurnar og þenja sig um það hvað sé lí­fvænlegur fjöldi aðildarflokka í­ meirihluta borgarstjórnar…

Þessir Sjálfstæðismenn eru klikk!

# # # # # # # # # # # # #

Framararnir unnu Aftureldingu í­ handboltanum í­ kvöld. Við virðumst vera með hörkulið í­ ár.

Stelpurnar eru lí­ka að blómstra, sem er frábært þar sem það er löng hefð fyrir því­ að meistaraflokkur kvenna í­ handbolta sé flaggskip Fram. Kvennahandboltaliðið okkar hefur að mörgu leyti sömu mórölsku stöðu og blakliðin hjá Þrótti, kvennaknattspyrnuliðið hjá Breiðabliki eða körfuboltaliðin suður með sjó.

Á laugardaginn ætla ég á aðalfund MS-félagsins, en ef hann klárast snemma getur meira en verið að ég fari vestur á Seltjarnarnes að horfa á Framstelpurnar keppa við Gróttu. Kannski dreg ég Steinunni með. Hún hefur gott af æfingunni, því­ nóg verður af leikjum þegar Ólí­na verður orðin drottningin á lí­nunni hjá Fram eftir 16-17 ár.

# # # # # # # # # # # # #

Og talandi um Ólí­nu…

…barnið sló ví­st met í­ krúttheitum og lymskubrögðum í­ kvöld.

Ég var á Dagfara-fundi í­ Friðarhúsi og Steinunn heima með grí­sinn. Ólí­na vildi ekki sofna og var með ýmis konar stæla. Að lokum var Steinunn orðin verulega pirruð og farin að hasta á krakkann.

Þá sá sú stutta sé leik á borði, settist upp og sagði: „íþþland úr nató, heðinn buðt?“ – Auðvitað bráðnaði mamman eins og smér.

Hvað segir maður við svona? Ég efast ekki um það í­ eina sekúndu að Ólí­na vissi nákvæmlega hvað hún var að gera – að hún yrði ekki skömmuð eða skipað að fara að sofa.

Nú er það ákveðið áhyggjuefni að tveggja og hálfs árs barnið sé orðið svona útsmogið við að vefja foreldrum sí­num um fingur sér… en á sama tí­ma verður maður eiginlega að taka ofan fyrir henni.

Og hvar lærir stelpan þessi ósköp? Ekki hjá foreldrunum – við höfum aldrei haft þetta fyrir henni. Enda kom skýringin í­ ljós þegar Steinunn spurði hana hvar hún hefði heyrt þetta: „Amma mí­n kalla þetta!“

Þessar ömmur…