Alltaf í JC-skapi

Það er frábært að Mosi frændi sé kominn með Myspace-sí­ðu. Þarna er hægt að hlusta á snilldarlagið Kötlu köldu. Þar var sungið um Atla, vin Vernharðs Lár, sem er rosalega góður náungi og „alltaf í­ JC-skapi“ – ég man hvað okkur þótti sú lí­na hillarí­ös strákunum í­ Málfundafélagi Hagaskóla. Við hötuðumst nefnilega við JC-liðið.

Ég var formaður í­ Málfundafélagi Hagaskóla í­ tvö ár. Fyrsta árið mitt í­ Hagaskóla mætti ég á velflesta málfundi (ætli þeir hafi ekki verið svona 3-4 yfir veturinn). Þá þótti Ögmundur Bjarnason mesti ræðuskörungurinn og var langflottastur í­ pontunni. Hann var lí­ka gárungur og orti fyndin smáljóð í­ skólablöðin – sem fór reyndar í­ taugarnar á þeim nemendum sem kusu frekar dramatí­sk smástelpuljóð af því­ taginu sem leggur undir sig heilu og hálfu skólablöðin. Ekki veit ég hvað varð um Ögmund.

Ég hafði mig aldrei í­ að tala á málfundi þetta fyrsta ár. Held að enginn busi hafi gert það, enda áttu þeir bara að sitja og hlusta agndofa.

Samt mætti ég á aðalfundinn í­ september árið eftir, staðráðinn í­ að bjóða mig fram í­ stjórn. Það stefndi í­ að Lí­f Magneudóttir yrði sjálfkjörin formaður og tí­undi bekkingur sem lét Lí­f fara í­ taugarnar á sér skipaði mér að hjóla í­ formanninn, annars yrði ég laminn. Held að ég hafi ekki tekið hótunina bókstaflega, en leit yfir salinn og mat það svo að ég hefði sigurmöguleika. Breytti ræðunni í­ framboðsræðu til formanns og vann með nokkurra atkvæða mun. Var sjálfkjörinn ári sí­ðar – og varð þar mögulega sá fyrsti í­ sögunni til að vera formaður MH tvisvar.

Ég rakst á gömul Hagaskólablöð um daginn og renndi yfir galgopalega skýrslu mí­nu um starfsemina fyrra árið. Þar kemur fram að með mér í­ stjórninni voru Jóhann Pétur Harðarson og Tómas Þór ígústsson, sem sí­ðar urðu bekkjarbræður mí­nir og Jón Sigurðsson sem var árinu eldri. Við stóðum fyrir þremur málfundum: „Er sjónvarpið útsendari Satans?“; „Bláar-myndir“ og „Mega ní­undubekkingar kúga sjöundu- og áttundubekkinga?“ (Er hægt að hugsa sér klisjukenndari umræðuefni fyrir gagnfræðaskólakrakka?)

Þennan vetur töpuðum við illa fyrir Foldaskóla í­ fyrstu umferð í­ ræðukeppni grunnskólanna. Man bara eftir Erlu Skúladóttur úr Grafarvogsliðinu. Ekki man ég nákvæmlega hvernig okkar lið var skipað. Við Jón Sig. vorum þarna báðir, Tommi gæti hafa verið liðstjóri – og lí­klega Úlfur Eldjárn, sem þá var busi og þurfti að standa uppá kókkassa.

Um vorið – eftir útgáfu skólablaðsins – endurvöktum við gamla ræðukeppni milli Hagaskóla og Valhúsaskóla, sem hafði lognast útaf löngu fyrr. Þar var keppt með fjóra ræðumenn og liðsstjóra. Minnir að liðið hafi verið skipað mér, Úlfi, Hallgrí­mi Indriðasyni, Óla Jó og lí­klega Jóni Sig. Svenni Guðmars var í­ Seltjarnarnesliðinu ásamt fleira fólki sem ég átti eftir að kynnast sí­ðar. Við töpuðum að sjálfsögðu.

írið eftir sátum við Tómas, Úlfur og Þorlákur Einarsson í­ stjórninni. Á skýrslu félagsins kemur fram að á aðalfundinum „…var samþykkt að breyta lögum félagsins á þá leið að allir nemendur skólans gerist sjálfkrafa meðlimir félagsins. Að þessu afstöðnu var stjórn félagsins komin með mun ví­ðtækari völd…“ – Þetta er trix sem fólk ætti að nota oftar í­ félagsstarfi.

Um veturinn töpuðum við fyrir kvennaliði Hólabrekkuskóla að viðstöddu fámenni í­ fyrstu umferð grunnskólakeppninnar. Minnir að stjórnin hafi skipað liðið. Við hljótum eiginlega að hafa haldið annan málfund fyrir sumarið, þótt þess sé ekki getið í­ skýrslum.

Ójá. Þetta er vænn skammtur af gaggó-nostalgí­u fyrir eitt kvöld.

# # # # # # # # # # # # # #

íhugaverð grein í­ Guardian sem rekur velgengni skoska landsliðsins til þess þegar skosku liðin brenndu sig á að reyna að ná árangri með dýrum, innfluttum útlendingum og neyddust til að veðja á ódýra heimaalda stráka í­ staðinn. íhugaverð lesning.

Join the Conversation

No comments

 1. Eitthvað segir mér að blaðamaðurinn hafi ætlað að kalla strákana hans Alex McLeish unga bardagamenn en ekki harðstjóra.

 2. Ég er hissa á því­ að Guardian hafi enn ekki séð ástæðu til að geta þess að ónefndur hátæknihugveitustjóri og félagi hans, S.Wonder, hafi hrósað sigri í­ 7 leikjum af 7 á 90 mí­nútna kafla á gervigrasinu í­ Garðabæ í­ gær. Þetta var engin smávegis frammistaða. Meira að segja V.Páer-tröllið sigraði ekki nema 3 af 7 — og þá aðeins þegar hann var í­ sama liði og hátæknihugveitustjórinn.

 3. Alltaf í­ JC-Skapi og stolltur af því­ 🙂 Takk kærlega fyrir að benda á þetta snilldarlag.

 4. Alltaf skemmtileg gaggónostalgí­an. Ég sat einmitt í­ stjórn þessa mæta málfundafélags eitt ár, að mig minnir í­ áttunda bekk (sem þá hét). Keppti einmitt með góðvini mí­num, téðum Ögmundi Bjarnasyni fyrir skólann í­ grunnskólakeppninni. Því­ miður fórst mér þar lí­kt og þér, tóm töp og leiðindi. En ég get í­ það minnsta upplýst að snillingurinn Ögmundur Bjarnason er í­ dag bæði lögfræðingur og læknir, þó hann haldi sig núorðið við lækningarnar.

 5. Ég held reyndar að minnið bregðist þér í­ þessari færslu. Ég bauð mig ekki fram til formanns ræðufélags Hagaskóla. Hvað sem því­ lí­ður skipuðum við lið Hagaskóla í­ fyrstu viðureign þess veturinn 1988 og – rétt hjá þér – töpuðum. Mig minnir hins vegar að þetta hafi verið Fellaskóli. Umræðuefnið er mér glöggt í­ minni – Eigum við að leyfa Íslendingum að ferðast til útlanda. Við vorum á móti. Enda erfitt að þræta fyrir það á tí­mum útrásar – við vissum hvað framtí­ðin bar í­ skauti sér.

 6. Það var skólaárið 1989-1990 sem þið Úlfur, Hallgrí­mur og Jón Sig., ef ég man rétt, töpuðuð smánarlega fyrir okkur Grafarvogsbúum í­ ræðukeppni grunnskólanna. Umræðuefnið var dæmigert fyrir JC: Lí­kamsrefsingar í­ skólum. Þið voruð ansi sigurvissir fyrir keppni en heldur lúpulegir að henni lokinni.

 7. Sigurvissa okkar var skiljanleg:

  Við höfðum aldrei séð ræðukeppni. Við höfðum engan þjálfara sem gat sagt okkur hvernig ætti að hegða sér í­ svona keppni. Og við vissum að það væru bara fávitar í­ öllum skólum í­ Breiðholtinu (þar með talið í­ Grafarvogi.)

  Ignorance is blizz!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *