Búsið

Enn er tekist á um áfengisfrumvarp í­ þinginu. Mí­n afstaða er einföld og hefur komið fram áður:

Ég er á móti frumvarpi sem gengur út á að setja bjór og léttví­n í­ búðir.

Hvers vegna? Jú, það má öllum vera ljóst að frumvarpið þýðir að íTVR lognast útaf. Ef skoðaðar eru tölur um sölu á sterku áfengi sést að það gæti í­ mesta lagi staðið undir einni útsölu í­ Reykjaví­k – og kannski einni á Akureyri, ef menn vilja sýna lit út frá landsbyggðarsjónarmiði.

Þetta yrði fáránleg afturför fyrir okkur sem drekkum sterka drykki. Á tengdapabbi að þurfa að kaupa vodkann sinn í­ gegnum póstkröfu?

Sigurður Kári Kristjánsson og félagar vilja færa okkur 40 ár aftur í­ tí­mann með þessari tillögu og hana verður að fella. Stöðvum afturhaldsmennina með öllum tiltækum ráðum!

Ef tillögunni yrði hins vegar breytt á þann veg að ALLT áfengi færi í­ verslanir horfir málið hins vegar öðru ví­si við – það kæmi alveg til greina af minni hálfu, en ekki þetta rugl.

Join the Conversation

No comments

 1. alveg svo sammála þér. Ef þetta er svona mikil prinsipp afstaða hjá Sigurði Kára og Co. Hversvegna gildir þá ekki sömu rök um Brenniví­nið ?

 2. Ég er lí­ka á móti þessu, en af allt annarri ástæðu. Sem ví­nspekúlantar erum við ansi hrædd um að úrval stórminnki og verð hækki, nema kannski á Lite og bandarí­skum Bud/álí­ka viðbjóði og Blush Zinfandel og vondu rauðví­ni í­ kössum, slí­kt mun fara á tilboð í­ Bónus, mögulega eitthvað heldur skárra í­ Nóatúni. ílagning er lág í­ Ví­nbúðum og það hefur enginn talað um að lækka skattinn á áfenginu, sá er auðvitað langstærsti pósturinn í­ verðinu.

  Mögulega yrði úrval stöðugra og lí­klega kæmu til sérverslanir fyrir sælkera. En þá er svo sem ekkert betur af stað farið en heima setið, ef smekkur þinn fer eitthvað aðeins út fyrir massann þarftu hvort sem er að fara í­ sérbúð til að kaupa rauðví­nið þitt.

 3. Til að því­ sé haldið til haga Hildigunnur þá er einmitt minnst á það í­ greinargerð með frumvarpinu að flutningsmenn þess telji að taka þurfi áfengisgjaldið til skoðunar og nefna að það mætti lækka það um allt að 50% í­ þremur áföngum fram að næsta ári.

  Reyndar hef ég ekki tekið eftir öðru en að almennt hafi þeir sem vilja áfengi í­ matvöruverslanir lí­ka minnst á lækkað áfengisgjald.

 4. menn vilja lækka áfengisgjaldið svo það komi ekki í­ ljós að ví­n hækki í­ verði við það að fara í­ búðir. smásöluálagningin er eitthvað um 6%, það er ekki einasta verslun sem þorir að leggja svo lágt verð á. Verð á áfefnig mun ekki lækka við það eitt að fara í­ búðir. það er hinn stóri sannleikur.

 5. hmm, jú rétt, það hefur verið minnst á það. Ekki vel orðað hjá mér, en það er ekki inni í­ frumvarpinu núna.

  Elí­as, þetta á BÓKAí eftir að hækka verð á bestu ví­nunum, þau af toppví­num sem fást hér eru á besta verði í­ heimi. Miklu hærra verð í­ sérbúðum t.d. í­ London og Parí­s. Vegna þess að áfengisálagning hér fer ekki eftir eftirspurn heldur áfengisstyrkleika viðkomandi ví­ns.

  Þetta mun hins vegar lí­klega lækka verð á ruslinu.

  Kristí­n, afgreiðslutí­minn er fí­nn, opið til 18:00 alla daga, nema 18:30 á föstudögum og lokað á sunnudögum. Opið til 20:00 í­ Skeifunni. Jú, það er ekki opið allan sólarhringinn og maður þarf að hafa smá vara á sér ef maður vill fá sér rauðví­n á sunnudegi.

 6. Það gengur svo illa rekstrarlega hjá búðunum að þeir geta ekki borgað almennilegt kaup svo það fást fáir fullorðnir til starfa. Suma daga er afgreiðslufólkið í­ búðunum sem ég versla við að langmestum hluta um og undir 17 ára aldri. Ég hef ekki tekið eftir að starfsfólk íTVR sé undir lögaldri. Grundvallaratriði að mí­nu mati.

 7. Maltviskí­hornið í­ Heiðrúnu státar nú ekki af glæstu úrvali fyrir. Til að smakka mörg viskí­ þarf að kaupa þau erlendis (eða hrista af sér dilluna). Ef búðin einbeitti sér að því­ einu að selja sterkt áfengi, er þá ekki eins lí­klegt að hún geri það betur en hún gerir nú?

  Þetta er samt gildur punktur, ví­nbúðir hlytu að verða miklu færri — en þeir sem reyna að draga úr afturhaldinu, bara ekki nógu mikið, geta varla með sanngirni kallast „afturhaldsmenn,“ frekar en Bush yngri gæti kallast Skattmann fyrir að hafa ekki lækkað skatta ennþá meira. Væri ekki „afturfararmenn“ nákvæmara, ef þú spáir að afturför verði úr?

  (Nema orðið „afturhaldsmenn“ sé bara valið til þess að segja „sjálfur!“ við frjálshyggjuliðið.)

 8. Satt er það. Þó er bæði Highland Park, 12 og 18 ára til núna – og Tallisker og Macallan held ég að ég fari rétt með.

  Er ekki í­haldsmaður rétta orðið fyrir kyrrstöðumann og afturhaldsmaður fyrir þann sem vill hverfa aftur – í­ þessu tilviki til þess tí­ma þegar stór hluti landsmanna þurfti að treysta á póstkröfuverslun.

 9. Jamm, þetta eru allt prýðileg viskí­ — og fjögur talsins. Það er fí­nt ef maður vill bara drekka gott viskí­, en ekki svo spennó ef maður vill smakka mörg. Það er lógí­skt að dedí­keruð sterkví­nsbúð byði breiðara úrval.

  (Og lí­ka lógí­skt að sú búð hefði færri útibú, og það sökkar, satt.)

  Ég skil afturhaldsmann skv. orðsins hljóðan sem þann sem heldur aftur af einhverju, hindrar þróun sem yrði ef hún fengi að vera í­ friði. Sá sem vill afturhvarf hlýtur að vera „afturhvarfsmaður,“ og sá sem vill afturför „afturfararmaður.“ Þessi sí­ðari orð eru bara minna notuð, en það má þá bæta úr því­.

  Er samt ekki langt seilst að gefa í­ skyn að „stór hluti landsmanna“ myndi þurfa að treysta á póstkröfuverslun? Lí­klega notar mun stærri hluti landsmanna bjór og léttví­n en sterk ví­n, hversdags a.m.k., og með þessari breytingu yrði aðgengið að léttví­num og bjór einmitt mun auðveldara á þeim mörgu stöðum þar sem styttra er í­ kjörbúð/sjoppu/söluskála Esso en í­ ví­nbúð. Það eru sterku ví­nin sem eru notuð sjaldnar og gengur almennt hægar á þau (þ.e. ef allt er í­ lagi á heimilinu), og þá er minni skaði að því­ að vesen sé að nálgast þau.

  Svo er ég alveg með þér í­ því­ að minnst afturhaldssami kosturinn kæmi vel til greina, að gefa allt heila klabbið frjálst. Kannski yrði það … framhaldið?

 10. Undanhald ví­sar til þess að hrökklast til baka, t.d. í­ orrustu eða kappleik. Ég hef alltaf talið að orðið afturhald væri hugsað á sama hátt – þ.e. að menn haldi á e-n stað, en ekki að verið sé að halda í­ e-ð.

  En það er kannski tóm vitleysa…

 11. Hvað varðar afturhald: Lenti einhvern tí­mann í­ rifrildi um þetta og þá vildi Orðabókin a.m.k. skilgreina afturhaldsmann sem þann sem héldu aftur af breytingu, þ.e. á sama hátt og í­haldsmaður.

  Hvað varðar sterku ví­ninn:
  Ég er eiginlega sammála þér Stefán, það er um svo augljósan millileik að ræða með því­ að setja bara bjórinn og léttví­ninn í­ búðir. Það sér hver maður að Rí­kinu verður ekki haldið úti með sölu á vodja og opal skotum.

  Þó maður vilji sjá búsið í­ búðir, þá fer þessi hálfgerða tvöfeldni í­ taugarnar á mér, menn eiga bara að heimta allt áfengið í­ búðir og miklu lægri áfengisgjöld.

  Kveðjur 🙂

 12. Ég sé raunar ekki alveg framfarahugsunina í­ því­ að vilja auka drykkju á Íslandi. Framfarir ættu að felast í­ því­ að fólk verði betra og heilbrigðara í­ stað þess að neyta sí­fellt meira af löglegum eða ólöglegum ví­muefnum.

  Ég held að einu raunverulegu framfarasinnarnir séu þeir sem berjast gegn allri áfengisneyslu og þeir eru ví­st ekki margir sem gangast við þeirri skoðun nú á dögum.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *