Lagnafréttir

Ég hef ví­st litlu við lagnafréttir Steinnunar að bæta.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag talaði ég við illilega kvefaðan Amerí­kana – sem er raunar Kanadabúi. Nú hefur maður lengi vitað að Bandarí­kjamenn kalli sjálfa sig „Americans“, en einhvern veginn hélt ég alltaf að Kanadabúar notuðu hugtakið „American“ á annan hátt en að það ví­saði bara til BNA-fólks…

Ekki orð um það meir.

# # # # # # # # # # # # #

Skotar mæta Georgí­umönnum á útivelli á morgun. Það er leikur sem verður að vinnast. Eftir alla glæsisigrana væri grátlegt að henda þessu frá sér með því­ að klikka á skyldupunktunum.

# # # # # # # # # # # # #

Lí­f þrætir í­ kommentakerfinu mí­nu fyrir að hafa tapað á móti mér í­ formannskjörinu í­ Málfundafélagi Hagaskóla. Ég ætla samt ekki að bakka með mí­na útgáfu – það er þá orð á móti orði…

…pant vera Bjarni írmannsson – Lí­f má vera Villi.

Annars liggja þræðir okkar Lí­far langt aftur. Hún bjó nefnilega í­ Garði í­ Litla-Skerjafirði, á hæðinni fyrir neðan Baldur sem var besti vinur minn þegar við vorum 10-12 ára. Ég var heimagangur í­ Litla-Skerjó og átti miklu meira saman að sælda við krakkana þar en nágranna mí­na í­ Frostaskjólinu. Það hjálpaði lí­klega til að halda mér frá KR-bölinu. Litli-Skerjó var nefnilega Valshverfi, þótt við Baldur værum Framarar.

Á Litla-Skerjó stofnuðum við fótboltalið, leynifélög, tróðum illsakir við nágrannahverfi, skoðuðum dónaleg myndablöð, söfnuðum í­ brennur og spiluðum tölvuleiki á Atari-tölvur. Næst Norðurmýrinni væri ég helst til í­ að búa í­ Litla-Skerjafirði.

Join the Conversation

No comments

 1. Litli-Skerjó var mikið afbragðshverfi þegar ég bjó þar á árunum 1980-1989 og er það kannski enn en sennilega ekki sama paradí­s fyrir krakka og var, eiginlega 100 manna smáþorp í­ borginni umkringt ótrúlega fjölbreyttum leiksvæðum – mýri, klappir, tún, fjara og svo auðvitað flugvöllurinn, gamla Tí­volí­svæðið og það allt – og í­ göngufjarlægð við miðbæinn. Frábær staður til að ala upp börn.

  Ég man að þegar gamla sápuverksmiðjuhúsið brann einhverntí­ma um 1985 var aðalmálið hjá Marí­u og þeim stelpunum að leyniskjölin þeirra höfðu brunnið þar inni …

  En þetta var áður en farið var að byggja í­ kring og flytja hús í­ hverfið.

 2. Þú ruglar bara. Skerjó var og er KR-hverfi. Annað er bara vitleysa.

  Og ég var formaður í­ mörgum leynifélögum. Hverjum er svo sem ekki sama um skitið málfundafélag. Búja.

 3. Var það inntökuskilyrði í­ leynifélögin í­ Skerjó að skoða dónaleg myndablöð með Lí­f? Einhvers konar ví­gsluathöfn?

 4. Ekki hlusta á Stebba Hagalí­n, Lí­f. Hann er alræmdur sní­kjubloggari á þessari sí­ðu og er í­ seinni tí­ð farinn að standa fyrir skætingi og dónaskap.

  Reynum bara að leiða hann hjá okkur – þá hættir hann kannski…

 5. Þegar vart hægt að nefna þau hverfi sem næst eru Hlí­ðarenda – t.a.m. Þingholtin, Norðurmýri og Hlí­ðarnar – Valshverfi vegna stopuls stuðnings við liðið, finnst mér verulega ólí­klegt Valshverfi sé eða hafi verið réttnefni fyrir litla Skerjafjörð, jafnvel þótt einhverjir 2 eða 3 sem þú þekktir hafi búið þar og haldið með Val. Það hlýtur að skrifast á algera tilviljun. Nú eða óskhyggju af þinni hálfu.

 6. Held það hljóti að vera óskhyggja, allavega kannast þau börn sem ég var að ala upp í­ Litla-Skerjó á þessum árum ekki við að þarna hafi verið mikið um Valsara. Nema þá einhver aðskotadýr úr öðrum hverfum …

 7. Hlí­ðarnar eru Valshverfi út í­ gegn. Það hefur lí­ka verið nokkuð um stuðning við Val meðal barna sem sækja Austurbæjarskóla. Ég veit ekki um Holtin (og Hlí­ðar vestan Miklubrautar, sem tilheyra Holtahverfi), sem tilheyra Háteigsskóla, en grunar að þar sé eitthvað um Valsara lí­ka.

  Ég veit ekkert um í­þróttir. Ég hef bara ekki komist hjá því­ að læra þetta af börnum mí­num og stjúpbörnum, en þau eru öll Valsarar sem ekki eru antí­sportistar.

 8. SP skrifaði:

  „Annars liggja þræðir okkar Lí­far langt aftur … Á Litla-Skerjó stofnuðum við fótboltalið, leynifélög, tróðum illsakir við nágrannahverfi, skoðuðum dónaleg myndablöð, söfnuðum í­ brennur og spiluðum tölvuleiki á Atari-tölvur.“

  Eða kannski datt þetta úr samhengi hjá mér í­ hraðlestri og „við“-hlutinn þarna ví­si til fyrrgreinds Baldurs?

  Mér finnst það einhvern veginn eins og að fara úr öskunni í­ eldinn… Og í­ staðinn fyrir að vera fullur öfundar er ég orðinn vandræðalegur.

  Ómæ.

  (Ég hætti aldrei að sní­kjublogga. Aldrei. Aldreialdreialdrei.)

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *