1985

Dagurinn í­ dag var afleitur.

Ég vaknaði með þeim mæðgum um áttaleytið með dúndrandi hausverk. ít verkjatöflur, skutlaði grí­snum á leikskólann og skreiddist vestur í­ bæ til pabba og mömmu til að leggja mig til hádegis á sófanum þeirra.

Eftir hádegi var ég ekki afkastamikill – en skrifaði þó um árið 1985. Það var krí­tí­skt ár. Við höfum hvorki fyrr né sí­ðar verið jafn nærri velgengni í­ Evrópukeppni og það var ótrúlegt að Fram ynni ekki fleiri titla en raun bar vitni.

1985 var árið sem ég varð Framari. Fyrsti leikurinn minn var vorið 1983, en sumarið 1985 var það sem innsiglaði sambandið við félagið.

Djöfull grét ég eftir að við hentum frá okkur titlinum þegar Geiri El. skoraði sjálfsmarkið og kostaði okkur titilinn.