Breyttir tímar

Fyrstu 2-3 vikurnar af nýju ári rugla ég alltaf saman ártölum og skrifa það liðna af gömlum vana.

Þetta gildir greinilega lí­ka um stjórnmálamenn sem fara úr meirihluta í­ minnihluta, sbr þessa færslu Jórunnar Frí­mannsdóttur borgarfulltrúa:  Ég skil ekki hvers vegna fulltúar minnihlutaflokkanna settust ekki sjálfirÂ í­ stjórn OR og létu stjórnina um að fara ofan í­ saumana á þessum samruna.  Hvaða tví­verknaður er þetta, ég skil ekki tilganginn með þessum vinnubrögðum.  Hvaða umboð hefur stjórn OR í­ dag?

– Nema þetta sé meðvitað… kannski Sjálfstæðismenn neiti hreinlega að viðurkenna að þeir séu ekki lengur við völd og muni halda áfram að tala um hina sem minnihlutaflokkana?

# # # # # # # # # # # # #

Hvaðan kemur sjónvarpsfólki sú hugmynd að það sé sniðugt að enda gamanþætti á „hnyttnum“ mistökum – sem einkum ganga út á einhver leikarinn man ekki næstu lí­nu eða einhver byrjar að flissa? Menn ættu kannski að taka þessa stefnu upp í­ allri annarri dagskrárgerð, það yrði stórsparnaður í­ því­ fólgin að lengja alla fréttatí­ma og spjallþætti með mörgum mí­nútum af stamandi þulum og smáóhöppum?

# # # # # # # # # # # # #

Barði er snillingur. Ég held með honum í­ söngvakeppninni. Ólí­na sýnist mér vera á sama máli – amk. hoppaði hún mest og söng í­ tannkremstúbuna meðan á þessu stóð.

# # # # # # # # # # # # # #

Tap gegn Crewe. Við erum enn án sigurs á útivelli í­ deildinni, sem er bölvað. Þetta lofar ekki góðu fyrir Everton-leikinn í­ næstu viku.