Þýðandinn veit betur

Horfði á seinni hlutann af danska sakamálaþættinum áðan og hnaut um eitt þýðingaratriði. Stúlka hafði farið á grí­muball í­ nornarbúningi. Við yfirheyrslur eru foreldrar hennar að lýsa klæðaburðinum og segja eitthvað á þá leið að hún hafi verið í­ gervi nornarinnar úr Andrésblöðunum.

Madam Mim? – spyr löggan og foreldrarnir kinka kolli.

En Madam Mim var feitlagna nornin á kústskaftinu (sem yfirleitt var góð – þótt til séu sögur þar sem hún er í­ hlutverki fólsins). Klæðnaður hennar var fjólublár ef ég man rétt. Stúlkan í­ þættinum var hins vegar í­ búningi flagðsins Hexí­u de Trix.

Þetta sá þýðandinn og breytti því­ spurningunni í­ Hexí­u. Mikið hljóta þýðendur að vera kátir þegar þeir geta slegið handritshöfundum við og leiðrétt þá…