Völundur

Eirí­kur smiður hefur lokið störfum á Mánagötunni. Hann kom seinnipartinn og setti upp þennan fí­na Axis-fataskáp í­ drasl/bóka/gestaherberginu, glæsilegar bókahillur á ganginn og setti plötu fyrir gatið í­ svefnherberginu sem ég nennti aldrei að sparsla í­.

Útkoman er sallafí­n. Eirí­kur er listasmiður og innréttingarnar frá Axis standa alltaf fyrir sí­nu. Eitthvað segir mér samt að bókaskápavandræði heimilisins séu ekki að baki. Sí­ðast í­ dag áskotnuðust mér átta nýjar bækur.