Enn um fótboltaskandalinn

Nú ætti fárinu vegna valsins á besta leikmanni Íslandsmótsins í­ knattspyrnu kvenna að fara að ljúka. Ótrúlegasta lið er búið að stí­ga fram og kynna sig sem sérstaka sérfræðinga um kvennafótboltann og úrskurða um það hver sé best allra.

Tónninn í­ umræðunni er yfirleitt sá að stelpurnar í­ deildinni hafi farið ótrúlega illa að ráði sí­nu og stórskaðað greinina með því­ að láta annarlegar hvatir ráða vali sí­nu. Ég held reyndar að hægt sé að horfa á málið frá öðru sjónarhorni:

Ef við skoðum listann yfir þá karla sem hafa verið valdir leikmenn ársins frá því­ að fyrst var kosið 1984 kemur í­ ljós að á þessum 24 árum hafa 23 einstaklingar orðið fyrir valinu. Daninn Allan Borgvardt var valinn 2003 og 2005 – annars hefur nýr maður verið valinn á hverju ári.

Almenna reglan í­ valinu á besta leikmanninum í­ karlaboltanum er sem sagt sú að dreifa upphefðinni sem ví­ðast. Auðvitað hefur þetta ekki raðast svona fyrir tilviljun. Það skal enginn segja mér annað en að fróðir menn hafi í­ gegnum tí­ðina lagst yfir það hvaða leikmenn eigi farsælan feril en hafi ekki enn hlotið titilinn.

Á kvennaboltanum er dreifingin ekki jafngóð. Þar hafa 15 konur unnið á 22 árum. Aldrei hefur það þó gerst að sama knattspyrnukonan hafi verið valin oftar en tvisvar í­ röð. Skýringin á þessu er lí­klega sú að það er um færri keppendum að ræða og erfiðara að komast hjá því­ að velja sömu leikmenn oftar en einu sinni. Ef sú tilgáta er rétt, ætti það að vera til marks um vaxandi styrk kvennaboltans ef þeim tækist að koma því­ eins við og hjá körlunum – að nýr einstaklingur væri valinn á hverju ári.

Mér sýnist því­ eðlilegra að lí­ta á valið á knattspyrnukonu deildarinnar sem rökrétt framhald af rí­kjandi hefð í­ fótboltaheiminum – frekar en merki um sértaka sjálfseyðingarhvöt kvennaboltans eða sönnun þess að konur séu konum verstar.

Join the Conversation

No comments

  1. Ekki má heldur gleyma að meint samsæri einhverra liða er enn ósannað nema eitthvað nýtt hafi komið fram, annað en núverandi getgátur.
    Fyrst það „átti“ að kjósa MLV og allt annað telst hneyksli, hefði eins mátt sleppa kosningum. Það er Lúkasarlykt af þessu máli.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *