Lokatölur úr Norðurmýri

Ég hef stundum velt því­ fyrir mér hvað ég eigi margar teiknimyndasögur. Þær eru nefnilega ekki fáar.

Á tengslum við skápasmí­ðina á Mánagötunni þurfti ég að flytja til stóran hluta af bókasafninu, þar á meðal skrí­pó-deildina. Ég ákvað því­ að telja bækurnar áður en þær færu aftur upp í­ hillu.

Talningin var svo sem ekki háví­sindaleg. Til dæmis nennti ég ekki að telja þær bækur sem ég á í­ tví­taki (sem eru lí­klega 10-12). Það er lí­ka ýmis skilgreiningarvandi sem komið getur upp. Ég ákvað að telja ekki með Andrésar Andar-bækurnar mí­nar, sem eru allnokkrar – og sleppti öllum vasabrotsbókum. (Þar með talið öllum Jumbo-bókunum, sem skipta tugum.)

Þessar teiknimyndasögur falla allar undir skilgreininguna skrí­pó – þ.e. klassí­skar evrópskar sögur eins og Lukku-Láki, ístrí­kur, Strumparnir, Fjögur fræknu. Þarna er ekkert af sögum á borð við það sem maður myndi finna í­ Nexus. Mér finnst það oft fí­nt efni, en söfnunaráráttan nær ekki til þess.

Safnið er einnig fjöltyngt. Þannig geta sömu bækurnar verið á fleiri einu og fleiri en tveimur tungumálum. Ég á Tinna á færeysku, Strumpana á Ví­etnömsku, margar bækur af ístrí­ki á Latí­nu og frönsku – og Fótboltafélagið Fal á hollensku.

Og hver skyldi svo heildartalan vera?

Jú – 256 bækur…

Join the Conversation

No comments

  1. Þetta er hin mesta töfratala, tveir í­ áttunda veldi, en átta er lí­ka tveir í­ þriðja veldi. Hún er einnig sextán í­ öðru veldi, en sextán er fjórir í­ öðru sem aftur er tveir í­ öðru …

    Myndi það eyðileggja innra samræmi og feng shui heimilisins ef þú bættir við þig einni?

  2. ég fer einmitt yfirleitt upp í­ tvöhundruðfimmtí­uogsextugustuparta þegar ég útskýri fyrir nemendum hvernig nótur geta skipst.

    Safnið er greinilega fullkomið hjá þér.

  3. Eitthvað segir mér nú samt að þótt þessarri fullkomnu tölu sé náð muni fjölskyldan á Mánagötunni halda áfram við sig teiknimyndasögum í­ safnið alltaf þegar færi gefst!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *