Lokatölur úr Norðurmýri

Ég hef stundum velt því­ fyrir mér hvað ég eigi margar teiknimyndasögur. Þær eru nefnilega ekki fáar.

Á tengslum við skápasmí­ðina á Mánagötunni þurfti ég að flytja til stóran hluta af bókasafninu, þar á meðal skrí­pó-deildina. Ég ákvað því­ að telja bækurnar áður en þær færu aftur upp í­ hillu.

Talningin var svo sem ekki háví­sindaleg. Til dæmis nennti ég ekki að telja þær bækur sem ég á í­ tví­taki (sem eru lí­klega 10-12). Það er lí­ka ýmis skilgreiningarvandi sem komið getur upp. Ég ákvað að telja ekki með Andrésar Andar-bækurnar mí­nar, sem eru allnokkrar – og sleppti öllum vasabrotsbókum. (Þar með talið öllum Jumbo-bókunum, sem skipta tugum.)

Þessar teiknimyndasögur falla allar undir skilgreininguna skrí­pó – þ.e. klassí­skar evrópskar sögur eins og Lukku-Láki, ístrí­kur, Strumparnir, Fjögur fræknu. Þarna er ekkert af sögum á borð við það sem maður myndi finna í­ Nexus. Mér finnst það oft fí­nt efni, en söfnunaráráttan nær ekki til þess.

Safnið er einnig fjöltyngt. Þannig geta sömu bækurnar verið á fleiri einu og fleiri en tveimur tungumálum. Ég á Tinna á færeysku, Strumpana á Ví­etnömsku, margar bækur af ístrí­ki á Latí­nu og frönsku – og Fótboltafélagið Fal á hollensku.

Og hver skyldi svo heildartalan vera?

Jú – 256 bækur…