Sigurður Egill

Á dag er útför Sigurðar Egils Guðmundssonar, sem starfaði á Minjasafninu um nokkurra missera skeið. Sigurður Egill er einhver ljúfasti maður sem ég hef kynnst – og örugglega sá kurteisasti. Guðmundur Egilsson, annar gamall vinnufélagi, skrifar um Sigurð í­ Morgunblaðið. Nafnið mitt er reyndar undir greininni lí­ka, en ég á minnst í­ henni.

Guðmundur hefur skrifað minningargreinar um fjölda gamalla starfsmanna Rafmagnsveitunnar, þar sem hann leggur áherslu á að greina frá störfum þeirra á þeim vettvangi. Þannig greinar eru nauðsynlegar og munu til lengri framtí­ðar hafa meira að segja en hefðbundnar kveðju- og saknaðargreinar.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld er málsverður í­ Friðarhúsi. Tengdó ætlar að sjóða eina af sí­num frægu súpum. Haustsúpan hennar er afbragðsmatur.