Illþýði

Vondir menn geta ekki látið bí­linn minn í­ friði.

Fyrir helgi fór ég með hann í­ skoðun og fékk athugasemd við að annað framljósið. Svo virðist sem einhver hafi ekið utan í­ það án þess að ég tæki eftir. Það tókst að redda nýju ljósi og tryggja skoðunarmiðann.

Nema hvað, sí­ðustu nótt reif einhver skúnkurinn handfangið af bí­lnum farþegamegin. Nú er ekki hægt að opna þá hurð nema innanfrá – sem verður hvimleitt til lengdar. Þá er næsta skref að finna góðan partasala.

Þetta ætti að kenna mér að læsa ekki bí­lnum – þá hefði þetta tæplega gerst.

# # # # # # # # # # # # #

Ólí­na er í­ aðlögun. Á næstu dögum verður hún flutt af gulu deildinni á þá bláu á leikskólanum. Hún er að springa af stolti. Það verður samt leiðinlegt að rekast ekki á Boggu, Baldvin og hitt starfsfólkið á hverjum morgni. Þau hafa reynst okkur frábærlega vel.