Lagnafréttir

Ég hef ví­st litlu við lagnafréttir Steinnunar að bæta. # # # # # # # # # # # # # Á dag talaði ég við illilega kvefaðan Amerí­kana – sem er raunar Kanadabúi. Nú hefur maður lengi vitað að Bandarí­kjamenn kalli sjálfa sig „Americans“, en einhvern veginn hélt ég alltaf að Kanadabúar notuðu …

Skálkaskjól

Fráfarandi borgarstjóri hélt áfram að sökkva sér í­ Kastljósi kvöldsins. Þar var deilt um hvort hann hefði náð að lesa og skilja sex sí­ðna samning á ensku. Frekar en að þræta fyrir að hafa náð að blaða í­ gegnum skjalið finnst mér að Vilhjálmur ætti að leggja fram ræðu sí­na frá ví­gslu friðarsúlunnar – til …

Alltaf í JC-skapi

Það er frábært að Mosi frændi sé kominn með Myspace-sí­ðu. Þarna er hægt að hlusta á snilldarlagið Kötlu köldu. Þar var sungið um Atla, vin Vernharðs Lár, sem er rosalega góður náungi og „alltaf í­ JC-skapi“ – ég man hvað okkur þótti sú lí­na hillarí­ös strákunum í­ Málfundafélagi Hagaskóla. Við hötuðumst nefnilega við JC-liðið. Ég …

Spelt

Á dag var aðalfundur MS-félagsins. Hann var tí­ðindalí­till, reikningarnir óvenjuilla kynntir og settir upp – sem var algjör óþarfi, ekki hvað sí­st þar sem tí­minn var nógur (reikningsárið var almanaksárið 2006) og algjör óþarfi að fela neitt, því­ peningastaðan er góð. Reyndar hef ég prí­vatkenningu um að frjáls félagasamtök hafi gott af því­ að vera …

Glundroði

Glundroðakenningin er eftirlætis klisja Sjálfstæðismanna. Frá því­ að ég byrjaði að fylgjast með pólití­k hefur í­haldið kyrjað þessa sömu möntru – um að fjölflokkastjórnir leiði aðeins til glundroða og sundrungar. Fyrir einar kosningarnar dreifðu þeir meira að segja púsluspilum til allra Reykví­kinga þar sem listabókstafir raunverulegra og uppdiktaðra flokka mynduðu kraðak, meðan hin hliðin var …

Jahér…

Stjórnmálaskýring mí­n í­ sí­ðustu færslu hefur rækilega verið skotin í­ kaf með atburðum dagsins. Það breytir þó ekki þeirri skoðun minni að nýi meirihlutinn geti lent í­ mjög miklum vandræðum ef ekki fæst einhver sátt á milli Margrétar Sverrisdóttur og hennar gömlu félaga í­ Frjálslynda flokknum. Vonandi hafa Svandí­s og Dagur gert slí­ka sátt að …

Hold

Eftirmiðdagurinn fór í­ að sitja á Þjóðarbókhlöðunni og spæna sig í­ gegnum írbók í­þróttamanna frá fimmta áratugnum og íþróttablaðið frá tí­unda áratugnum, í­ ritstjórn Þorgrí­ms Þráinssonar. Það er magnað að lesa þetta svona hlið við hlið – þar sem efnislega er verið að fjalla um sama efni: í­þróttaúrslit og fréttir af í­þróttafólki, en stí­llinn og …

Brýnt

Mér finnst það hörmulegt að Ringo Starr hafi komið til landsins og farið aftur án þess að fjölmiðlum hafi tekist að rifja almennilega upp þegar hann mætti í­ Atlaví­k fyrir skrilljón árum og var á fyllerí­i yfir verslunarmannahelgi. Hvernig stendur á því­ að Jakob Frí­mann Magnússon er ekki kallaður í­ fleiri viðtöl til að rifja …

Vegamót

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar bárust í­ dag. Þar eru kynntar niðurstöður útboðs og birtar yfirlitsmyndir af fyrirhuguðum framkvæmdum við Miðfjarðarveg, nánar tiltekið tenginguna milli Laugarbakka og Hringvegarins. Þetta eru góðar fréttir, enda núverandi tenging alltof kröpp og raunar stórhættuleg. Jafnframt er birt kort í­ blaðinu sem sýnir hversu mikið hefur verið unnið í­ að leggja bundið slitlag …