Úr leiðara Fréttablaðsins: „Ráðhúsið er stolt miðborgarinnar þar sem það trónir stásslegt á Tjarnarbökkunum.“ Uhh… nei, Ráðhúsið er foxljótt – í það minnsta í þessu umhverfi og ekki stásslegt fyrir fimmaura. Þetta hlýtur að eiga að vera brandari hjá Fréttablaðinu.
Monthly Archives: október 2007
Pabbi grís
Pabbi grís, í þáttunum um Gurru grís (Peppa pig) í barnaefni Sjónvarpsins, er óþægilega líkur tilteknum háskólakennara.
Eitur
Kláraði áðan bókina um Svein framtíðarskáld, sem AB gaf út fyrir margt löngu og ég nældi mér í á VG-bókamarkaði í vor. Þetta er skemmtilega sérviskuleg bók, nánast eins og minningarþáttur skrifaður fyrir gamla vinahópinn eftir einn af félögunum. Óþægilega nákvæm á köflum. Ég vissi ekkert um Svein framtíðarskáld – nema maður hafði jú lesið …
Hvað gera góðir menn nú?
…jú, þeir mæta á Litlu-Brekku í hádeginu á morgun á þennan fund. # # # # # # # # # # # # # Jafntefli á heimavelli gegn Doncaster á laugardaginn – og við gátum víst ekki neitt. Skrambinn! Þá er bara að veðja á HörpuSjafnar-bikarinn á þriðjudag. Á millitíðinni stefni ég að því …
Dvergarnir sex
Þegar Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri kom það stundum fyrir að stuðningsmenn hennar (og raunar andstæðingar líka) sæju ástæðu til að tala niður til hinna borgarfulltrúanna í Reykjavíkurlistanum og létu í það skína að þar færi pólitískt léttvigtarfólk sem gæti hvorki né vildi standa upp í hárinu á leiðtoganum. Vinsælt uppnefni var: Dvergarnir sjö. Að lokum …
Sniglabandið – lögbrjótar?
Stóra kattaátsmálið skekur þjóðina. Líklega munu vinir Lúkasar efna til bálfarar til minningar um alla þá ketti sem verða deyddir og snæddir í kjölfar birtingar á uppskriftinni í auglýsingapésanum. Athyglisverðar eru þó fullyrðingar forsvarsmanna Dýraverndunarfélagsins um að birting kattagúllas-uppskriftarinnar séu lögbrot. Það er því greinilega nóg að hvetja til illrar meðferðar og áts á dýrum …
Söngvasveinar
Á dag birtust tvær fréttir af söngelskum stjórnmálamönnum í blöðunum. Annars vegar var sagt frá því að Geir Haarde væri að syngja lag eftir Johnny Cash inn á plötu. Hins vegar var upplýst að Hugo Chavez forseti Venesúela sé líka að syngja inn á plötu. Það var kúnstugt að fylgjast með þvi að önnur fréttin …
Houdini
Houdini-trix dagsins var glæsilegt, þótt ég segi sjálfur frá. Hér í andyri JL-hússins er verið að setja upp vegg og hurð til að koma í veg fyrir að hver sem er geti valsað upp stiganna eða farið í lyftuna upp í Reykjavíkurakademíu. Þegar ég kom að hurðinni í morgun stóðu þar tvær konur sem gripu …
Steinbítur
Trúirðu því að afi minn át steinbít eftir að hann var dauður? – Þegar ég var sex eða sjö ára spurði afi Anítu mig þessarar spurningar. Aníta bjó meira eða minna hjá afa sínum og ömmu í Dunhagablokkinni. Það var blokkin við hliðina á kennarablokkinni á Hjarðarhaganum þar sem ég átti heima sem krakki. Einhverra …
Áhorfendur
Það var sett áhorfendamet á Íslandsmótinu í fótbolta í sumar, eins og margoft hefur verið tekið fram í fjölmiðlum. Þetta er auðvitað ánægjulegt. Það er gott að sem flestir mæti á fótboltaleiki og ætti að kæta fótboltaáhugamenn jafnt sem auglýsendur. Ég verð samt alltaf örlítið skeptískur þegar talið berst að áhorfendatölum í efstu deild – …