Kúgun fjölmenningarsamfélagsins

Ef marka má bloggheima, veður vonda fjölmenningarsamfélagið uppi og hávær minnihluti kúgar meirihlutann til að láta af gömlum og góðum siðum. Karl biskup mætir í­ fréttaviðtöl, smeðjulegur eins og bí­lasali, til að kveinka sér undan því­ að undirmenn hans fái ekki að fara inn í­ leikskólana að kenna bænir. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? Hvaða …

Óhefðbundnar lækningar

Strangt til tekið eru allar flóknu heilaskurðaðgerðirnar í­ þáttunum um Dr. House lí­klega óhefðbundnar lækningar í­ þeim skilningi að það er varla daglegt brauð að opna höfuðkúpuna á fólki og eltast með töngum við fágætt matarofnæmi sem framkallar sveppasýkingu í­ heilaberki þegar það blandast saman við væga blýeitrun… eða hvað svo sem plottið er alltaf …

Bleikt & blátt

Ekki hafði ég hugmynd um að hví­tvoðungar væru klæddir í­ bleik og blá föt á fæðingardeildinni. Sú var tí­ðin að heilu stórfjölskyldunum var smalað í­ heimsókn á fæðingadeildirnar – en það er liðin tí­ð og þangað kemur enginn nema allra nánustu. Og það er svo sem ekki eins og neinn stoppi lengur á fæðingardeildinni. Ef …

Kaldi

Lengi vel hef ég reynt að hafa það sem vinnureglu að eiga báðar tegundirnar af Kalda frá írskógsströnd, þá dökku og ljósu í­ í­sskápnum – sem og 1-2 belgí­ska bjóra. Ég ætla að endurskoða þessa stefnu. Ljósi Kaldi er alltaf jafn góður, en sá dökki hefur svikið mig nokkrum sinnum upp á sí­ðkastið. Held að …

Trúnaðarmaðurinn

Á dag sat ég fyrsta fundinn í­ fulltrúaráðinu hjá Starfsmannafélagi Reykjaví­kur. Ég er sem sagt orðinn trúnaðarmaður. Niðurstöður kosninganna hjá Orkuveitunni voru reyndar bölvað klúður – af okkur fimm sem gegnum þessum embættum erum við þrjú sem störfum innan sama sviðs í­ fyrirtækinu. Það er ákaflega slök dreifing. En þá er bara að byrja að …

Skopmyndir

Eins og maður fékk nú margar fréttir af Múhameðs-skopmyndamálinu danska, þá hefur ekkert frést í­ fjölmiðlum hér heima um spánska teiknarann sem fékk dóm fyrir að gera grí­n að kónginum. Hann fékk sekt – en hefði getað lent í­ steininum. Sá er þó munurinn að skopmyndin hans – sem má sjá neðst í­ þessari grein …

Net-Mogginn

Net-Mogginn skiptir um útlit, en sí­ðan er alltaf sama draslið. Hvers vegna getur fólkið ekki útbúið sí­ðuna sí­na þannig að hún virki í­ Firefox, sem er þó harlaalgengur vafri? Sitja allir í­ Hádegismóum og skoða sí­ðurnar í­ Internet Explorer og telja sig konunga internetsins? Mbl.is ræður sem sagt ekki við það að setja auglýsingar á …

Glens

Menn velta vöngum yfir því­ hvort Össur Skarphéðinsson sé virkilega trekk í­ trekk ölvaður að skrifa færslur á bloggsí­ðuna sí­na um miðjar nætur með blammeringum og stælum. Ég ætla reyndar að vona að svo sé. Einhvern veginn finnst mér það bærilegri tilhugsun að iðnaðarráðherra sé sí­fellt marí­neraður heima hjá sér á netinu – en ef …