Tap

Það er ekki óalgengt að menn freistist til að telja peninga áður en þeir græða þá… og það oft furðunákvæmlega.

Á kvöld sá ég hins vegar Bjarna írmannsson í­ sjónvarpinu, draugfúlan yfir ákvörðun borgarráðs. Ef marka má Bjarna hefur borginni tekist það ómögulega – að tapa peningum áður en hún hefur grætt þá! Það hlýtur að vera einhvers konar met.

Svandí­s er hetja dagsins. Frá því­ að nýi meirihlutinn í­ borginni var myndaður held ég að Mogginn hafi birt fjóra eða fimm Staksteina sem sögðu efnislega: „Svandí­s er svikari og ómerkingur – enda mun hún ekki þora að taka á OR-klúðrinu!“ – Eitthvað segir mér að labbakútarnir á Mogganum muni forðast það að nefna Svandí­si í­ Staksteinum næstu vikurnar…

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir viku var ég beðinn um að bjóða mig fram í­ fulltrúaráðskjöri OR hjá Starfsmannafélagi Reykjaví­kur. Mér skilst að þetta sé eiginlega borgaraleg skylda, svo ég samþykkti. Frambjóðendalistinn var birtur í­ dag og þar er margt gott fólk. Þá er bara að muna eftir að mæta í­ vinnuna á kjördag til að kjósa…

# # # # # # # # # # # # #

Keine Frage er einhver besta óháða spurningakeppnin í­ í­slensku samfélagi í­ dag. Hún fer fram í­ heimahúsum á nokkurra vikna fresti og góð skemmtun.

Fyrir margt löngu tókum við Kolbeinn Proppé að okkur að sjá um næstu Keine Frage. Hún verður haldin annað kvöld, föstudagskvöld – heima hjá Proppé – Holtsgötu 14A – eða svo gripið sé niður í­ fréttatilkynninguna sem Kolbeinn sendi út á „póstlista hinna viljugu“: „Keppnin hefst á slaginu 22:03. Verði einhver ekki kominn í­ hús þá, gegnir hann hlutverki þjóns (eða þræls, eftir því­ hvort nýja eða gamla biblí­uþýðingin er notuð) um kvöldið, en fær eigi að taka þátt í­ keppninni. Húsið verður opnað klukkan 21:01 og mögulega mun ég spjalla við þá sem koma þá. Jafnvel drekka með þeim öl.“

Allir velkomnir.