Vopnasalarnir

Lenti í­ nokkrum viðtölum í­ gær vegna vopnasalafundarins. Til stóð meira að segja að ræða málið í­ Kastljósinu – þar sem búið var að hafa upp á manni til að verja þessa náunga, en því­ var ýtt út vegna verðsamráðsins í­ súpermörkuðunum.

Maður þarf ekki að lesa lengi um þetta fyrirtæki til að sjá hversu afleit sending þetta er. Efst á afrekaskránni er einhver stærsti og geggjaðasti vopnasölusamningur sögunnar – til Sádi Arabí­u.

Sádi Arabí­a er einræðis- og trúarofstækisrí­ki – en af því­ að þeir eru núna skilgreindir sem „okkar brjálæðingar“ mega Vestræn fyrirtæki selja þeim flugskeyti, skriðdreka og orrustuþotur. Jafnvel sömu fyrirtæki og voru hvött til að selja írönum og írökum á sí­num tí­ma.

Hverjar eru lí­kurnar á að vopnin sem þetta fyrirtæki er að selja Sádi Aröbum núna verði notuð í­ næstu eða þarnæstu stórstyrjöld í­ Miðausturlöndum? Þegar og ef það gerist verða menn að gera það upp við samvisku sí­na í­ hvoru liðinu þeir vildu hafa verið: í­ þeim hópi sem barðist gegn vopnafyrirtækjunum eða hinum sem fannst ómögulegt að fetta fingur út í­ fí­na menn sem eyddu peningum á í­slenskum hótelum.

Join the Conversation

No comments

  1. Ég er farin að halda að ég fylgist illa með fréttum þessa dagana því­ ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en í­ gær að einhverjir vopnasalar væru að funda hér á landi. Hvert á að mæta til að mótmæla þessu og hvenær?

  2. Eitthvað virðist þetta fljúga lágt, hafði ekki hugmynd um þetta fyrr en ég kí­kti hér í­ dag á sí­ðuna. Þeir eru nú þá lí­klega ekki svo skaðlegir þessir vopnasalar.

  3. Það gætir nokkurs misskilnings í­ sumum fréttum af málinu þegar talað er eins og um ráðstefnu sé að ræða. Þetta er ekki fundur með auglýstri dagskrá, heldur er hér hópur yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins að ráða ráðum sí­num. Hvort og hvernig það gerist veit í­ raun enginn – kannski flatmaga þeir í­ Bláa lóninu, puðrast upp um fjöll á snjósleða eða horfa á Power point-kynningar á Nordica. Þetta liggur ekki fyrir – sem gerir fólki harla erfitt að blása til mótmæla með öðrum hætti en að hvetja til umræðu í­ fjölmiðlum

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *