Orkumálapólitík nútímalega jafnaðarmannsins

Ég loksins farinn að skilja í­ hverju nútí­maleg jafnaðarmannastefna í­ orkumálum felst. Hún er eitthvað á þessa leið:

Orkuveitur skulu vera í­ „samfélagslegri meirihlutaeign“ – nema í­ þriðja í­ heiminum, þar er best að Hannes Smárason eigi allt draslið…

Á umræðunni um REI og Orkuveituna láta margir eins og að stóra spurningin sé hvort rétt sé að opinber fyrirtæki eins og Orkuveitan standi í­ „áhættufjárfestingum“. Samkvæmt því­ er stóra málið hvort réttlætanlegt sé að fyrirtæki Reykví­kinga taki þátt í­ ævintýri þar sem hægt væri að tapa milljörðum.

Mér finnst þetta vera röng nálgun.

Á mí­num huga er það miklu skárri tilhugsun að Orkuveitan tapi skrilljónum í­ orkuævintýri í­ Suðausturasí­u en hitt – að hún myndi GRÆíA skrilljónir á því­ að braska með orkuveitur í­ þriðja heiminum. Og áður en kverúlantarnir fara að tuða hér í­ athugasemdakerfinu um gildi alþjóðaviðskipta – þá eiga þær gróðahugmyndir sem voru kynntar í­ tengslum við þetta verkefni ekkert skylt við eðlilegar ávöxtunarkröfur.

írmann Reynisson hefði verið dæmdur í­ fangelsi fyrir svona hugmyndir á sí­num tí­ma…

Join the Conversation

No comments

 1. Hvernig er það, er einhversstaðar séní­ til staðar í­ filí­ppeysku efnahagskerfi og stjórnmálum? Hversu skynsamlegt er það að leggja út í­ stórt langtí­maverkefni í­ þjóðfélagi sem hefur ekki beinlí­nis búið við efnahagslegan, og pólití­skan stöðugleika – og það í­ orkugeiranum?

 2. Þetta var hálfgert vindhögg á kverúlantana — er gildi alþjóðaviðskipta þá minna þegar ávöxtun er mikil? Ég hélt þú myndir beita því­ fyrir þig að þriðjaheimslöndin færu illa út úr viðskiptunum, væru kúguð eða prettuð og skilin eftir í­ skuldasúpu til að borga Bjarna írmanns skrilljónir fyrir nýju orkuveiturnar sí­nar. Skiljanlegt að vera á móti því­. En þú minntist ekkert á afdrif þessara mótaðila í­ viðskiptunum.

  íttu við að það sé svo augljóst að ekki þurfi að nefna það, að skrilljónir muni ekki græðast nema með kúgun eða prettum, og á þann hátt sé ávöxtunarkrafan „óeðlileg“?

  Eða meinarðu eitthvað í­ ætt við það viðhorf að gróði og göfgi vegi salt; því­ meira sem grætt er, því­ minna sé göfugt við það, ekki alveg nógu sniðugt að tapa, en fí­nasti meðalvegur að standa á núlli eða græða bara „hóflega,“ samkvæmt „eðlilegri ávöxtunarkröfu“? Burtséð frá því­ hvernig mótaðilanum í­ viðskiptunum reiðir af?

  Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur (það gerist þá alveg áreynslulaust), mig langar bara að skilja hvað þú meintir nákvæmlega. Og sí­st tek ég upp hanskann fyrir orkubröltið — ég sit lí­klega fastur í­ röngu nálguninni nema þú ljúkir við að ljúka upp augum mí­num!

 3. ígætis spurningar Gunnlaugur.

  Ætli það sé ekki hægt að segja að þumalputtareglan í­ kapí­talí­sku hagkerfi samtí­mans sé sú að til að græða glás af peningum dugi skammt að vinna launavinnu eða framleiða eitthvað – nema menn hafi einkaleyfi. Stórhagnaðurinn verður til með fjármagni en ekki vinnu eða framleiðslu.

  Þegar „orkuútrásin“ er mærð hér heima, er einkum hamrað á því­ hvað Íslendingar búi yfir mikilli kunnáttu og þekkingu, sem hafi grí­ðarlegt gildi fyrir umheiminn. Þar er svo sem ekki um að ræða að við höfum einkaleyfi á tilteknum aðferðum eða séum að vinna hlutina á mikið öðruví­si hátt en aðrir – við erum bara með nokkra slynga tæknimenn og sérfræðinga.

  Nú getur vel verið að við séum aflögufær um mannskap í­ verkefni út um allar trissur. Það geta þó varla verið stórir skarar af fólki, því­ ekki er langt sí­ðan við vorum að kvarta yfir að skortur á tæknifólki væri yfirvofandi í­ orkugeiranum. – En ef mannskapurinn er á lausu er sjálfsagt að fara í­ ráðgjafarverkefni og taka að sér umsjón einstakra þátta í­ verkefnum erlendis. Slí­k þátttaka getur skilað ágætis hagnaði – en engu í­ lí­kingu við þær gróðatölur sem flaggað var í­ kringum REI-málið.

  Almennt séð gildir það um orkugeirann – og þá sérstaklega þar sem um er að ræða endurvinnanlegar auðlindir – að hann er ábatasamur, en það tekur langan tí­ma að fá hagnaðinn í­ hús. Skýringin er sú að stofnkostnaður svona virkjanna er mikill, en rekstrarkostnaður lí­till. Tekjurnar koma hins vegar inn í­ jafnstórum skömmtum yfir langt tí­mabil.

  Ergo: Þegar menn ætla að auðgast um skrilljónir á nokkrum mánuðum – eins og var yfirlýst markmið aðstandenda fyrirtækisins – þá grunar mann að maðkur sé í­ mysunni. Þegar við bætist að forsenda þessa gróðabralls er einkavæðing orkufyrirtækja í­ þriðja heims rí­ki, þá reikar hugurinn bara til Rússlands árið 1994…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *