Gulu miðarnir

Ritskoðun er tí­skuumræðuefnið um þessar mundir. Það leiðir hugann að Kvikmyndaeftirliti rí­kisins, sem var og hét. Hvenær hætti kvikmyndaskoðunin? Fyrir fimm árum? Tí­u? Fimmtán? – Svona rennur þetta allt saman í­ kollinum á manni.

Ef ég man rétt voru miðarnir frá Kvikmyndaskoðun fjórir talsins. Sá hví­ti var leyfður öllum aldurshópum. Undir það féllu helst teiknimyndir, því­ – a.m.k. í­ minningunni – voru langflestar myndir með græna miðann, bannað innan tólf. Það þurfti ekki að segja neitt um viðkomandi mynd. Ætli krí­terí­an hafi ekki verið þannig að ef einhver dó í­ myndinni var græni miðinn kominn á loft.

Rauði miðinn þýddi að myndir væru bannaðar innan sextán – og langflestar myndir sem nokkur akkur þótti í­ að sjá fengu þann miða. Svo gengu flökkusagnir um myndir sem væru með sérstakar aukamerkingar – væru extra-mikið bannaðar, jafnvel innan átján. Þær áttu að hafa svartan miða, sem sumir sögðust hafa séð með eigin augum…

Guli miðinn var fágætastur. Gott ef það var ekki „bannað-innan-fjórtán“ miðinn. Það þýddi að í­ slí­kum myndum dóu kannski einhverjir, en lí­kið var ekki sýnt og það voru heldur ekki kvenmannsbrjóst.

Guli flokkurinn var eiginlega alveg glataður… ætli kvikmyndadreifingaraðilar hafi getað áfrýjað ef myndirnar þeirra lentu í­ gulu deildinni?

Join the Conversation

No comments

 1. Hmm… ertu þá að tala um eitthvað annað kerfi en þetta gamla góða grænn fyrir alla aldurshópa, gulur fyrir 12 ára og eldri, og rauður fyrir 16 ára og eldri.

  Ég man ekki eftir neinum hví­tum miða. Gæti verið að hann hafi verið fágætur bannað innan fjórtán eitthvað.

 2. Ég man eftir þeim hví­ta frá mí­num sokkabandsárum. Hví­tur var millistig gula og græna miðans. Bönnuð mjög ungum börnum eða eitthvað í­ þá áttina.

 3. Hví­ti: ekki fyrir hæfi mjög ungra barna minni mig. Græni: myndin leyfð fyrir alla aldurshópa. Guli: bönnuð innan 12 ára og rauði: bönnuð innan 16 ára.

 4. Myndbandaleigurnar:
  Græni – Leyfður öllum.
  Hví­ti – Ekki við hæfi ungra barna. Star Wars fékk þennan miða.
  Guli – 12
  Rauði – 16

  Á bí­óhúsunum voru menn kræfari, þar voru myndir bannaðar innan 10 ára, 12 ára, 14 ára, 16 ára og svo stranglega bannaðar innan 16 ára.

 5. Á bí­óhúsum í­ dag má sjá að einstaka myndir eru bannaðar börnum innan sjö ára. Forvitnilegt væri að vita hvers vegna það er miðað við sjö ár en ekki …ja, til dæmis sex.

 6. er ekki Sjónvarpið með mislitt merki í­ horninu, hví­tt fyrir alla, gult yfir 12, rautt yfir 16. Mí­n elsta dóttir vill lí­ka meina að það sé til svart fyrir 18 en ég hef a.m.k. ekki séð slí­kt, frekar en greinarhöfundur í­ gamla daga.

 7. Eins og Halldór segir réttilega þá var þetta svona:

  „Græni – Leyfður öllum.
  Hví­ti – Ekki við hæfi ungra barna. Star Wars fékk þennan miða.
  Guli – 12
  Rauði – 16“

  Man reyndar ekki með Star Wars, en hliðarmyndir Star Wars um Ewoks, þær voru allavega með þennan miða 🙂
  Það kom svo á einhverju tí­mabili 14 ára miði á spólur en hann var einnig gulur.

 8. Ég man eftir bannað innan 10. Indiana Jones and the Last Crusade var t.d. bönnuð innan 10. Ég fór á hana í­ bí­ó 10 ára gamall og fékk svaðalegar martraðir eftir það um kallinn sem breyttist í­ beinagrind.

  Reyndar er ég farinn að efast um þessa æskuminningu. Myndin kom út um vor 1989 í­ Bandarí­kjunum. Getur verið að hún hafi enn verið í­ sýningum á Íslandi sí­ðla veturs 1991, þegar ég varð 10 ára?

 9. Last Crusade var í­ sýningum á Akureyri í­ febrúar 1990 og var bönnuð innan tólf ára. Ég man þetta þar sem ég fór á hana á afmælisdaginn minn þegar ég var ellefu ára.

 10. Myndin var sýnd á Stöð tvö í­ september 1991. Þá er Kári tí­u og hálfs. Kannski hefur hann séð hana þá í­ staðinn fyrir eða til viðbótar við að hafa laumast inn á hana í­ bí­ó 9 ára gamall.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *