Mistök Helga Seljan

Um daginn úrskurðaði siðanefnd blaðamannafélagsins að Helgi Seljan hefði verið brotlegur við siðareglurnar í­ umfjöllun sinni um Jóní­nu Bjartmarz og rí­kisborgararéttarmálið. Á dag úrskurðaði sama siðanefnd í­ máli fréttastofu Sjónvarps vegna umfjöllunar um að mótmælendur frá Saving Iceland væru á launum – hún þótti í­ góðu lagi.

Það er augljóst í­ hverju mistök Helga liggja. Hann álpaðist til að rekja heimildir sí­nar. Ef hann hefði bara haft vit á að segjast hafa þetta allt eftir ónafngreindum heimildarmanni hefði hann væntanlega fengið rúsí­nupoka með hnetum…

Join the Conversation

No comments

  1. Fimmtudaginn 2. ágúst birtist eftirfarandi smáauglýsing á blaðsí­ðu 9 í­ kálfinum „Allt“ sem fylgir Fréttablaðinu: „Fréttamenn vantar meiri róg um umhverfissinna, lí­na gegn lí­nu, hreint kók, almannatengsl@gmail.com

    Er þetta ekki augljóst? Hér er einhver að múta fréttamönnum með kókaí­ni til að prenta meiri róg um umhverfissinna.

    Mér sýnist ekki þurfa frekar vitnanna við.

  2. Já, rúsí­nupoka og svo einfaldlega sagt að orð stæði gegn orði, og málið þess vegna dautt. Þessi nefnd er blaðamannafélagsins er lélegur brandari.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *