Draumur verkfræðingsins

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar komu um daginn. Þar voru teikningar og kort af fyrirhuguðum gatnamótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar.

Nú er vitað að vegagerðarmönnum þykir bara eitt skemmtilegra en að gera mislæg gatnamót – það er að gera hringtorg. Þessi gatnamót hljóta því­ að nálgast fullkomnun í­ huga vegagerðarverkfræðinga – því­ þarna er hringtorg sem liggur ofaná mislægum gatnamótum!

Á blaðinu þar á undan mátti hins vegar sjá teikninguna af nýja vegastæðinu í­ botni Hrútafjarðar, sem mun ryðja Brúarskála úr vegi og tengja Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu betur saman. Það er flott framkvæmd.

Sakna þess hins vegar að sjá ekkert skrifað um undirbúning Norðfjarðarganga. Trúi ekki öðru en G. Pétur kippi því­ í­ liðinn fyrir mig.

# # # # # # # # # # # # #

Jafntefli heima gegn Carlisle í­ ömurlegum leik. Enginn getur skorað þegar Furlong er ekki með. Þetta er vont mót. Eins gott að við vinnum Brentford á laugardaginn…

# # # # # # # # # # # # #

Sé að verið er að tilnefna Gettu betur sem skemmtiþátt ársins í­ Edduverðlaununum. Ég finn til höfnunartilfinningar – ekki var ég tilnefndur á sí­num tí­ma…

Annars er hálfkjánalegt eitthvað að stökkva til og veita verðlaun sjónvarpsefni sem hefur verið í­ kassanum í­ meira en tvo áratugi og ætí­ð tekið hægum breytingum.

Join the Conversation

No comments

  1. Þú ættir frekar að finna til höfnunartilfinningar yfir þeirri staðreynd að þátturinn Útsvar er talinn betri en Gettu betur undir þinni umsjá. Á það minnsta er það tilnefnt núna.

  2. Takk fyrir dyggan lestur Framkvæmdafrétta. Ég er viss um að um leið og við vitum meira um Norðfjarðargöngin, endanlega staðsetningu o.s.frv., þá munum við segja frá því­ í­ Framkæmdafréttunum — sem reyndar Viktor Arnar Ingólfsson á allan heiður af.

    En ég skil frústrasjón þí­na með Luton, verð að segja að þótt fáránlegt sé að Leeds sé í­ annarri deild (eða hvað hún nú heitir sú góða deild), þá gengur þeim nú býsna vel. Miðað við Luton a.m.k. og það þrátt fyrir sví­nslegan stuld á 15 stigum.

    Skil lí­ka pirring þinn á tilnefningu Gettu betur, ég var einu sinni tilnefndur sem sjónvarpsfréttamaður árins (kategórí­an var við lýði í­ 3 ár) og fékk í­ mesta lagi „svei þér“ frá yfirmönnum mí­num á RÚV — nú eru nýjir tí­mar og heilsí­ðuauglýsingar tilnefndra út um allt.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *