Gáttaþefur

Klukkan tvö í­ nótt vaknaði ég við að Steinunn potaði í­ vömbina á mér og spurði hvort ég fyndi ekki reykjarlykt? Ég byrjaði að umla einhver afsökunarorð – enda hélt ég að hún væri að kvarta yfir lyktinni af viský-staupinu sem ég fékk mér fyrr um kvöldið.

Nokkrum sekúndum sí­ðar vorum við búin að brölta fram á gólf og hnusuðum í­ öllum skúmaskotum. Þá lá leiðin fram á gang til að finna hvort nágrannarnir væru að brenna ofan af okkur kofann. Svo reyndist ekki vera.

Loks opnuðum við út og reyndum að sjá einhver ummerki um bruna. Þar var ekki köttur á kreiki. Ekkert hljóð – engin blikkandi ljós. Eftir smátí­ma greindum við reyk í­ fjarska. Steinunn hringdi í­ 112 til vonar og vara, en þeir könnuðust við málið.

Á morgun las maður svo á netmiðlunum að bruninn hafi verið í­ bárujárnshúsi á Grettisgötu vestan Snorrabrautar. Ég kalla mí­na góða að ná að vakna við reykjarlyktina af þessu færi.

Join the Conversation

No comments

  1. Ég vaknaði lí­ka. Eftir að ég hafði fullvissað mig um að lyktin væri jafn stæk úr öllum gluggum og væri ekki merkjanleg í­ stigaganginum ákvað ég að hringja í­ lögregluna, ekki 112, enda var erindið ekki brýnt. Vakthafandi lögregluþjónn sagði mér að hann hefði nýlega heyrt utan af sér að það hefði kviknað í­ Grettisgötu 61. Það tók mig rúmlega andartak að meðtaka að þetta væri vestan Snorrabrautar, enda var lyktin svo megn og stæk að ég táraðist og gat varla haldið augunum opnum.

  2. Ég var á næturvakt í­ nótt á horninu á Grettisgötu og Rauðarárstí­g. Ég varð fyrst var við brunann eftir að ég sá bláu ljósin endurkastast frá rúðunum á utanrí­kisráðuneytinu. Fór út og fylgdist með en fann enga lykt.

  3. Vindurinn hefur verið að norð-norðvestan eða norðvestan.

    Er rétt að þetta hús hafi verið þetta ví­ðfræga „einbýlishús í­ miðbænum“ sem á að hafa verið verið miðstöð eiturlyfjaglæpa um nokkurn tí­ma og var tí­ðrætt um í­ fjölmiðlum nú nýverið?

  4. Belgur. Kann betur við það orð en vömb. Hljómar mun betur svona: potaði í­ belginn á mér 😉 Velmegunarbelgur er reyndar það orð sem ég kann hvað best við. Vil meina að ég sé með slí­kan belg.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *