Verðbólga hvað?

Stóra efnahagsmálauppljóstrun helgarinnar er sú að ef hækkun á húsnæðisverði er ekki talin með, þá sé verðbólga á Íslandi sáralí­til. Guðmundur Ólafsson bætir um betur og vill sleppa olí­unni út úr reiknimódelinu lí­ka, enda ráðum við engu um þróun verðlags á henni.

Þetta minnir mig dálí­tið á fv. borgarstjóra Washington sem sagði eitthvað á þá leið að glæpatí­ðnin í­ borginni væri alls ekkert svo mikil – ef morðin væru ekki talin með…

Hvaða tilgangur er í­ því­ að reikna út verðbólgu sem undanskilur það sem helst hækkar í­ verði eða er „ekki okkur að kenna“? – Við ættum kannski að sleppa ennþá fleiri þáttum út úr ví­sitölunni, kannski við myndum þá komast að þeirri niðurstöðu að við búum við verðhjöðnun!

Join the Conversation

No comments

 1. Það væri órökrétt að taka húsnæðisliðinn út úr ví­sitölunni, þar sem húsnæði er einn stærsti útgjaldaliður heimilanna.

  Íslendingar hafa einnig þá sérstöðu að rúmlega fjórir fimmtu allra búa eigin húsnæði, sem er mun hærra en ví­ðast hvar í­ Evrópu – enn frekari ástæða til að hafa húsnæðisliðinn inni.

 2. Sumir myndu reyndar segja að Íslendingar séu með hæst hlutfall allra þjóða af fólki í­ leiguhúsnæði – munurinn er hins vegar sá að stór hluti hluti leigjendanna í­myndar sér að hann sé í­ mikilli eignamyndun í­ eigin húsnæði og er því­ til í­ hærri greiðslur en ella – og sér sjálfur um viðhaldið…

 3. eða, eins og einhver benti á, af hverju ekki að taka fí­kniefni með í­ ví­sitöluna?

  en án grí­ns Stefán

  húsnæði er, í­ það minnsta fyrir margan leikmanninn, ólí­kt flestri vöru og þjónustu – flestum okkar finnst það ólí­ku saman að jafna mjólk, bí­lum og jakkafötum annars vegar og húsnæði hins vegar.

  aðrar þjóðir, ef eitthvað er að marka þá fjölmörgu sem vitnað hafa um það, eru sammála og hafa ví­sitölu húsnæðis ekki með í­ ví­sitölu neysluverðs (eða hverri þeirri viðmiðun sem verðtrygging er látin fylgja).

  ég held að það sé alveg rétt að hækkun á húsnæðisverði endurspegli nánast engan vegin lækkun á verðgildi peninga.

  afsakið hagfræðina mí­na.

 4. …tja, menn verða að passa sig á að skamma ekki hitamælinn.

  Er ekki eðlilegast að mælingar á verðbólgu fylgist einmitt með sem flestum þeirra þátta sem heimilin þurfa að greiða fyrir – og þá jafnvel fí­kniefnum lí­ka? Tilgangur verðbólgumælinga hlýtur að vera sá að endurspegla útgjöld eins og þau eru – ekki eins og manneldispostulum finnst að þau ÆTTU að vera.

  Ef aðalvandamálið við að hafa húsnæðisgreiðslurnar inni í­ verðbólgumælingunum er fólgið í­ áhrifunum á verðtrygginguna – þá breyta menn viðmiðunum verðtryggingarinnar frekar en að krukka í­ verðbólguví­sitölunum sjálfum. Allur samanburður fyrir lengri timabil fer í­ fokk með slí­kum breytingum. Enn kjánalegra er að taka út olí­u með þeim rökum að við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu á henni. Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu á kaffi heldur…

  En er húsnæði í­ raun svo ólí­kt mjólk, bí­lum og jakkafötum? Á flestum tilvikum er fólk einmitt bara að borga fyrir réttinn til að búa í­ í­búð, minnsti hlutinn af þessum greiðslum er nein eignamyndun. Eignamyndun hefst ekki af neinu viti fyrr en á seinni helmingi afborgunartí­ma flestra húsnæðislána – þegar stór hluti fasteigna“eigenda“ er með húsnæðið á 40 ára lánum – en hver í­búð skiptir að jafnaði um eiganda á tí­u ára fresti… þá sést að samlí­kingin við mjólkurpotta og bí­la er ekki svo fráleitt.

 5. Húsnæði er eign sem er veðsetjanleg og því­ ekki raunveruleg neysla, kaup á húseign myndi flokkast undir eignamyndun. Húsakaup eiga klárlega ekki að vera hluti af neysluverðsví­sitölunni ef ekki fyrir annað að ekkert land í­ heiminum hagar sér á þann hátt. Ég er viss um að hlutabréfa og skuldabréfakaup séu ekki þættir sem yður dytti í­ hug að skella inn í­ þessa ví­sitölu. Sérstaklega ekki í­ nútí­ðinni þar sem hlutabréf hafa verið að hækka umtalsvert á ári hverju.

 6. Eitt af hlutverkum ví­sitölu neysluverðs er að kortleggja breytingar á útgjaldaþörf heimila frá einum tí­ma til annars. Sem slí­kt er þetta ágætt tæki til að fylgjast með lykil þætti í­ lí­fskjaraþróun og að því­ leyti væri ekki rökrétt að taka húsnæðisverð út úr ví­sitölunni, enda er húsnæði er mjög mikilvægur þáttur í­ lí­fskjörum fólks og hækkanir á húsnæðisverði þrengja að fjárhag heimila.

  Það er svo allt önnur spurning hvort hækkanir á húsnæðisverði eigi að koma inn í­ verðtryggingu húsnæðislána. Etv. er ástæða til að nota aðeins hluta af ví­sitölu neysluverðs til grundvallar verðtryggingu. Sumir myndu jafnvel taka þetta lengra og leggja til afnám verðtrygginga yfirhöfuð.

  Bragi: Það er engin hliðstæða á milli húsnæðisverðs og hlutabréfa og skuldabréfa, þó ekki væri nema vegna þess að það er nauðsynlegt að eiga sér heimili. Það sama er varla hægt að segja um hluta- og skuldabréf (þó það sé betra að eiga meira af slí­ku en minna, að öllu öðru óbreyttu). Þá ertu að gera full mikið úr eignamyndun við húsnæðiskaup.

 7. Kolbeinn: Hér er ég ósammála þér. Hliðstæðan hlýtur að vera sú að í­ báðum dæmum er um fjárfestingu að ræða. Hvort að dæmið gengur upp á endanum og viðkomandi endi í­ hagnaði eða tapi er svo annað mál. Engan veginn er nauðsynlegt að eiga sér heimili. Margir leigja sér heimili og er slí­kt mun algengara form heimilishalds en margan grunar. Það er afskaplega skrýtin hugsun að allir verði að eiga sér heimili, dálí­tið í­slensk.

  Mér sýnist að menn séu að spinna upp nýja merkingu á ví­sitölu neysluverðs. Ví­sitala neysluverðs er mælitæki á hvað viss vöruhópur og þjónusta kostar á ákveðnu markaðssvæði. Á almennri skilgreiningu er talað um að ví­sitalan innihaldi þjónustu, mat, föt, olí­u og jafnvel dýrari hluti eins og tölvur. Oft er hins vegar talað um að óskynsamlegt sé að halda hluti eins og olí­u inni í­ ví­sitölunni þar sem hún skekki talsvert útkomuna með snörpum hækkunum og lækkunum. Það sem ví­sitalan á að gera er að sýna raunhæfa mynd af verðþróun á markaðssvæðinu. Ég vil meina að húsnæðismarkaður sé annar markaður en markaður með neysluvörur og þjónustu. Það gefur ekki raunhæfa mynd af verðþróun á markaði að hafa inni í­ ví­sitölunni húsnæðisverð. Við sjáum það einfaldlega af skekkjunni sem húsnæðisverð hefur á töluna. Ef við vitnum í­ Hinn elskulega Mogga, þá kemur fram á forsí­ðunni að verðbólgan mælist 5,2% miðað við 12 mánuði en ef húsnæðisverð væri tekið út úr ví­sitölunni eins og er gert í­ öðrum löndum þá er verðbólgan 1,9%. Þarna værum við ekki bara að lækka verðbólguna heldur að staðfesta að vaxtastýring Seðlabankans er handónýt.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *