Túlkunarvandi sagnfræðingsins

Tungumálið er stundum flókið. (Hey, sniðug tenging við dag í­slenskrar tungu!)

Á morgun las ég þessa setningu í­ fundargerðabók stjórnar Fram frá 1958: „Einnig rætt um hvort ekki ætti að halda handboltanum áfram úti“.

Setningin lætur ekki mikið yfir sér, en er mjög áhugaverð. Hafa ber í­ huga að 1958 átti handboltinn á Íslandi frekar erfitt uppdráttar. Óvenjufá lið voru með á Íslandsmótinu og Framarar ekkert að standa sig sérstaklega vel. Þá er í­ efnisgreininni á undan talað um deyfð í­ handboltastarfinu og að endilega þurfi að drí­fa mannskapinn á fund.

Voru Framarar e.t.v. að í­huga árið 1958 að leggja niður handboltann??? Þetta eru stórfréttir!

– Tja, svo auðvelt er það nú ekki. Á næstu efnisgrein er nefnilega talað um hversu illa farinn útihandboltavöllur félagsins sé orðinn og að erfitt sé að kaupa góðan ofaní­burð. Setninguna má sem sagt lí­ka skilja á þann hátt að menn velti því­ fyrir sér hvort hætta eigi við útiæfingar í­ handboltanum yfir sumartí­mann (og vel að merkja – umræðurnar fara fram 27. aprí­l).

Nú reynir á sagnfræðinga…

Join the Conversation

No comments

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *