Propps

Hópur eldri borgara úr Borgarnesi heimsótti Minjasafnið í­ dag. Þetta var alltof stór hópur, um 110 manns, sem aldrei hefði verið sendur til mí­n í­ einu lagi ef ekki hefði verið fyrir opnun gestamóttökunnar í­ Hellisheiðarvirkjun (sem þýddi að allir og ömmur þeirra voru upptekin þar).

Ég ákvað að taka Ólí­nu með mér, vitandi að hún yrði ekki til friðs meðan á kynningunni minni stæði – en að það myndi engu máli skipta þar sem lí­til ljóshærð, kröftug og sí­blaðrandi stelpa myndi bræða gamla fólkið. Það sví­nvirkaði.

Grí­sinn hljóp um allt, lék listir sí­nar og spanaðist bara upp við alla athyglina. Og þau gömlu elskuðu það. Ekki sí­st eldri frú úr Breiðafirðinum sem heitir lí­ka Ólí­na.

Er alvarlega að spá í­ að skrifa út reikning fyrir hönd barnsins. Hvort er eðlilegra (og heppilegra frá skattasjónarmiði) að ég geri hana að verktaka og skrifi fjögurra tí­ma útkall – eða að ég leigi hana út sem leikmun? Leikmunir þurfa varla að borga tryggingargjald eða í­ lí­feyrissjóð…

# # # # # # # # # # # # #

Skotarnir klúðruðu þessu.  Helví­tis!

Þá er bara eitt fyrir mig að gera. Að halda aftur með Grikkjum 2008.

Ég var einn sárafárra sem hélt með grí­ska liðinu frá fyrsta leik 2004 – og fagnaði sigrinum vel. Þrátt fyrir Evrópumeistaratitilinn held ég að stuðningsmönnunum muni ekki fjölga mikið. Lifi Rehagel!