Töff

Auður Lilja er á þingi um þessar mundir í­ fjarveru ílfheiðar Ingadóttur. Þessi fyrirspurn hennar til ráherra er ansi góð. Gaman verður að heyra menntamálaráðherra klóra sig út úr þessu.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag birti Fréttablaðið lista yfir minnistæðustu setningar á í­slensku. Ég er meðal álitsgjafa, en lí­tið fer fyrir mí­num tilnefningum í­ greininni.

Það er samt pí­nlegt fyrir Daví­ð Oddsson að brandari sem hann stal frá Churchill (og sem Churchill hefur vafalí­tið stolið frá einhverjum öðrum) – skuli vera tilnefndur og birtur sérstaklega í­ blaðinu í­ rammagrein. Það væri nú illa komið fyrir Íslendingum ef hnyttnustu ummælin væru endursögn á útlenskum brandara.

Hvað tilnefndi ég sjálfur? Jú, e-ð frá Þórbergi, Vélstrokkaða tilberasmjörið hans Guðmundar Finnbogasonar – og vitaskuld eiturpillu Magnúsar Kjartanssonar um Vilhjálm Þór og fálkaorðuna,  svo eitthvað sé nefnt.

Join the Conversation

No comments

  1. Reyndar var skemmtilegt að rifja upp að afturhaldskommatittsdæmi Daví­ðs var um stuðninginn við írak. Var búin að steingleyma því­. Tekur svolí­tið bitið úr setningunni…

  2. hvað með ,,Skí­tlegt eðli forsætisráðherra“… hvað kemur til að það gullkorn var ekki nefnt ?

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *