Gúdd riddans

Jæja, þá erum við laus við Englendinga úr EM. Það er þá kannski ennþá von til að rætist úr þessari keppni!

Englendingadaður í­þróttafréttamanna komst í­ nýjar hæðir í­ leiknum í­ kvöld, þegar Guðjón Guðmundsson sagði e-ð á þá leið að ef þetta yrðu úrslitin, þá væri þetta lí­klega einhver stærsti sigur króatí­skrar knattspyrnu!

Uh – nei…

Hvað með 3:0 sigur á Þjóðverjum í­ fjórðungsúrslitum HM 1998?

Eða sigurinn á Hollendingum í­ leiknum um þriðja sæti í­ sömu keppni – þar sem Davor Suker tryggði sér gullskóinn?

Nei – toppurinn á tilverunni hlýtur að vera að sigra lið sem endaði á að tefla fram þriðja framherja Liverpool og fjórða framherja Tottenham…

Farið hefur fé betra.

Join the Conversation

No comments

 1. Ég er svo kátur en það skilur mig enginn… nema þú. Íslendingar hafa ótrúlega fylgispekt við enska landsliðið. Ég mætti á æfingu hjá utandeildarliðinu mí­nu í­ gær og spurði um hvernig leikurinn hefði endað og 75% svaraði 2-3 fyrir Króatí­u! Ég er að hugsa um að styðja eina land Norður-Evrópu í­ keppninni, Sví­þjóð, í­ fyrsta skipti. Ég hef hingað til á Evrópumótum annaðhvort stutt Holland eða Portúgal en nú verður breyting þar á.

 2. Hvað nákvæmlega hefur enska landsliðið gert af sér sem verðskuldar það að knattspyrnusnobbarar hópist um að óska því­ alls hins versta? Vissulega spila þeir oft leiðinlega en það gera fjöldamörg önnur lið. Og vissulega hefur enska pressan oftast óbilandi tröllatrú á liðinu, fyrir stórmót a.m.k., en varla er það leikmönnunum að kenna. Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður enskra en skil ekki alveg þessa ofsakenndu óvild í­ garð liðsins.

 3. Það er gorgeirinn í­ ensku pressunni nr. 1,2 og 3.

  Þar á eftir eru það óþolandi í­slenskir í­þróttafréttamenn sem halda stí­far með Englendingum en í­slenska landsliðinu.

  Hvað mig varðar persónulega, þá bætist það við að ég hef búið í­ Skotlandi – þar sem er þjóðarí­þrótt að hatast við enska landsliðið.

 4. Furðulega fáir hatursmenn enska landsliðsins átta sig engan veginn á því­ að það er svipað að styðja það og halda með minnimáttar skí­taliðum, sem valda manni bara hugarví­li, sársauka og almennum vonbrigðum. Þetta er álí­ka og að halda með Luton, Aston Villa, Leeds, Tottenham, QPR og öðrum glötuðum klúbbum, sem aldrei hafa getað neitt og munu aldrei ná nokkrum árangri svo heitið geti. En að halda með þessu dótarí­i elur hins vegar á hógværð, lí­tillæti og er afskaplega göfugt sport út af fyrir sig. Annað en sá ömurðarfylgifiskur bolsins að geta ekki haldið með öðrum liðum en þeim bestu. Smánarlegt.

 5. Ég hef tvær ástæður fyrir því­ að halda með Englandi í­ alþjóðlegum fótbolta, í­ fyrsta lagi á ég ættir að rekja til Englands og það skipti ansi miklu máli þegar ég var svona átta ára. Hin ástæðan er sú að ég horfi bara á enskan fótbolta og það sama gildir um 80% í­slenskra fótboltaáhugamanna. Þetta hefur ekkert með það að gera að ég telji þá besta liðið, það er morgunljóst að enska landsliðið er sárasjaldan í­ sama klassa og Þjóðverjar, ítalir, Argentí­numenn og Brassar en ég held að sjálfsögðu með því­ liði sem ég þekki best til.

 6. Þetta sí­ðasta er auðvitað lykilatriði varðandi almenna áhangendur, og alveg skiljanlegt. Hinsvegar er blinda í­þróttafréttamanna á takmarkanir og stöðu enska liðsins í­ bland við aðdáunina fullkomlega óviðeigandi.

  Reyndar verðskulda í­þróttafjölmiðlamenn eiginlega ekki nafnið „fréttamenn“, svo mjög og augljóslega sem þeir mótast af því­ hvaða keppnir eru sýndar á þeirra stöð. Þeir eru undir sömu sök seldir og hinir vesölu álitsgjafar um þróun á verðbréfamarkaðnum og (af dularfullum ástæðum) Siggi stormur, að finnast þeir knúnir til að tala pródúktið upp.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *