Pestarbæli

Hvers vegna verður maður bara lasinn einmitt þegar maður hefur ekki tí­ma til þess?

Steinunn fékk magakveisu í­ Madrí­d (tók hana reyndar með sér að heiman) og er nýskriðin saman. Ég er búinn að liggja í­ tvo daga – og barnið var heima í­ dag með hita og óeirð.

Ég geng af vitinu ef ég þarf að horfa einu sinni enn á Múmí­nálfana og sápukúlurnar.

# # # # # # # # # # # # #

Fátt um skemmtilega leiki á EM í­ kvöld. Helst að binda megi vonir við finnska landsliðið. Ég er alltaf stuðningsmaður þess að sjá nýjar þjóðir í­ úrslitakeppnum stórmóta.

Danmörk – Ísland? Tja, eigum við að segja 7:0?