Forngripur

Á dag fór ég í­ bókabúð og keypti diskettur.

Unglingnum sem var að afgreiða fannst þetta magnað – og var raunar forviða að svona forngripir væru enn til sölu, hvað þá að einhver keypti þetta ennþá.

Ég stillti mig um að spyrja hvort þær væru forsniðnar eða ekki – hann hefði fengið flog…

# # # # # # # # # # # # #

Góðu fréttir dagsins eru þær að ég keypti ljúffengt hangikjötslæri af vinnufélaga hér í­ Reykjaví­kurakademí­unni áðan.

Vondu fréttir dagsins eru þær að hann lét mig fá lærið fyrir tveimur klukkutí­mum og nú er skrifstofan full af hangikjötslykt og ég er að ærast af sulti.

TURK 182

Join the Conversation

No comments

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *