Löggan og gps-ið

Ekki hef ég nennt að berja mig í­ gegnum öll skrifin um manninn sem uppgötvaði að löggan væri búin að koma fyrir staðsetningarbúnaði í­ bí­lnum hans. Rök lögreglunnar í­ málinu heyrist mér hins vegar vera á þá leið að þeir megi nota hvaða aðferðir sem er við eftirlit sitt sem ekki eru beinlí­nis bannaðar.

Það er vond tilhugsun. Einhvern veginn þætti manni það heilbrigðara ef lögreglan starfaði eftir reglum sem segðu til um hvað henni sé heimilt að gera – án þess að sækja sérstaklega um leyfi.  Að öðrum kosti þarf löggjafinn að reyna að í­mynda sér allar þær fjarstæðukenndustu rannsóknaraðferðir sem lögreglan gæti tekið uppá og taka fyrirfram afstöðu til þeirra.

Skyldi lögreglunni vera bannað að koma staðsetningartæki fyrir á eða í­ lí­kama fólks að því­ óafvitandi? Ef það er ekki beinlí­nis bannað – þá telur lögreglan sig sem sagt mega það…

Annars er þetta fí­n hugleiðing í­ tengslum við málið…Â