Af botninum

Tí­u stiga frádrátturinn í­ vikunni setti Luton í­ botnsætið. Á dag unnum við Southend á heimavelli og komumst úr neðsta sætinu (reyndar bara á markatölu). Erum ennþá 4-5 stigum frá því­ að losna úr fallsæti.

Reynum að ná því­ fyrir jól.

Og svo er bara að vinna Brentford úti í­ bikarleiknum á þriðjudagskvöld…

Viðbót, kl. 20:30 – Vá, ég var nánast farinn að skæla við að lesa umræðurnar á Luton-spjallsvæðinu mí­nu í­ kvöld. Allir eru svo innilega glaðir. Menn eru vitaskuyld ánægðir með sigurinn og himinlifandi með að losna við núverandi stjórnendur – en mestu skipti að Blackwell framkvæmdastjóri, sem fyrr í­ vetur skammaði stuðningsmennina fyrir neikvæðni, baðst afsökunar og sagðist hafa haft á röngu að standa en stuðningsmennirnir verið í­ fullum rétti. Það er alltaf gott að menn geti viðurkennt mistök.

Ég hef ekki upplifað svona jákvæða stemningu í­ kringum liðið í­ meira en ár. Það hefur greinilega lí­ka sí­nar góðu hliðar að lenda með bakið upp að veggnum…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *