Áttunda árið

Á dag var landsfundur SHA haldinn. Fí­nn fundur. Fí­nar umræður. Góð stemning.

Ég var endurkjörinn formaður. Næsta starfsár verður sem sagt áttunda árið sem ég gegni formannsembættinu. Það er fjári mikið hjá manni sem er þó ekki nema 32 ára.

Haustið 1998 var ég fyrst lokkaður í­ miðnefndina. Ég samþykkti það í­ hálfgerðu brí­arí­i, án þess að hafa nokkurn tí­ma til þess. Var um þær mundir formaður ungs Alþýðubandalagsfólks og búinn að vera á kafi í­ flokkapólití­kinni í­ rúmlega sex ár. Miðnefndin var fámenn – ætli það hafi ekki verið fimm aðalmenn og tveir til vara. Samt gat gengið erfiðlega að fylla hana.

Ég var orðinn ansi mæddur á flokkapólití­kinni – raunar hálfbitur – þar sem megnið af orkunni fór í­ að berja á samherjum. Lí­klega taldi ég að einn og einn fundur í­ gömlu samtökunum hennar mömmu myndu bara vera smákrydd í­ tilveruna, enda gerði ég félögum mí­num í­ nýju stjórninni grein fyrir að ég yrði önnum kafinn.

Málin þróuðust hins vegar á annan veg. – Alþýðubandalagið rann inn í­ kosningabandalagið sem sí­ðar átti eftir að draga nafn sitt af þingflokki „Samfylkingarinnar“. Gamli draumur okkar sameiningarsinna varð að veruleika! – Þar til nýja batterí­ið féll á fyrstu hindrun…

Steingrí­mur Joð lagði fram sakleysislega tillögu um að stofna nefnd með það að markmiði að undirbúa brottför hersins. Það voru nú öll helví­tis ósköpin!!! Og hvað gerði þingflokkur Samfylkingarinnar? Jú – kratarnir voru á móti, allaballarnir í­ hópnum gátu ekki drullast til að vera með…

Þennan dag dó Samfylkingin í­ hugum margra þeirra sem höfðu trúar á hana lengi. Þarna veit ég t.d. að írmann Jakobsson – sem ég smalaði í­ Alþýðubandalagið til að kjósa Margréti Frí­mannsdóttur gegn Steingrí­mi Joð – sneri við henni bakinu.

Ég var í­ losti í­ nokkra daga á eftir. Það eru fá skipti sem mér hefur fundist ég vera jafn svikinn.

Að lokum hafði ég mig í­ að tala við Margréti Frí­mannsdóttur. Sagði henni að ég væri miður mí­n – og að við þessar aðstæður ætti ég ákaflega erfitt með að vinna meira fyrir kosningarnar en bráðnauðsynlegt væri – lojalí­tetið lægi núna hjá mí­nu fólki sem væri að undirbúa mikla dagskrá í­ tengslum við 50 ára afmæli NATO-inngöngunnar. Margrét sagðist skilja mig fullkomlega, sagði mér að taka þann tí­ma sem ég þyrfti – bað mig um að bí­ta á jaxlinn, þetta yrði allt betra eftir kosningar. (Það var ekki fyrr en seinna að hún endurskrifaði söguna á þann hátt að við sem urðum við tilmælum hennar og biðum, vorum gerð að nöðrum og svikurum.)

Á kjölfarið henti ég mér út í­ undirbúningsvinnuna fyrir NATO-afmælið – og það var æði. Við bjuggum til svo flotta dagskrá og allt í­ einu upplifði ég ánægju og gleði í­ félagsstarfi sem mér var löngu horfin i flokkapólití­kinni. Á heila viku voru samkomur, fundir og aðgerðir. Á dagskránni var m.a. fundur um utanrí­kismál þar sem óskað var eftir leiðtogum framboðanna.

Framsóknarflokkurinn sendi Guðna ígústsson, ráðherra, varaformann og efsta mann á Suðurlandi.

Frjálslyndi flokkurinn sendi Sverri Hermannsson, formann og leiðtoga í­ Reykjaví­k.

Sjálfstæðisflokkurinn sendi írna Matthiesen, leiðtoga í­ Reykjaneskjördæmi og ráðherraefni.

VG sendi Ögmund Jónasson, efsta mann í­ Reykjaví­k – og almennt talinn næstráðanda í­ flokknum.

-  Samfylkingin tilkynnti að Heimir Már Pétursson – tí­undi maður í­ Reykjaví­k myndi mæta.

WTF!!!

Ég fór niður á flokksskrifstofu og spurði hvort menn væru orðnir geggjaðir – og væru markvisst að reyna að sýna því­ fólki í­ Samfylkingunni sem liði illa vegna hermálsins lí­tilsvirðingu? Heimir Már svaraði því­ til að hann „yrði fyrsti til annar varaþingmaður eftir kosningar“ – en ef hann væri ekki „nógu góður“ væri svo sem hægt að finna einhvern annan…

Vordagana 1999 héldum við fjöldann allan af fundum og samkomum – en allaballarnir í­ Samfylkingunni létu aldrei sjá sig. Það var eins og við værum plágusjúklingar… (Svo öllu sé nú til skila haldið, þá hefur þetta talsvert breyst eftir íraksstrí­ðið og þessi hópur hefur farið að sjást aftur.)

Þetta fyrsta ár mitt í­ miðnefndinni var enginn formaður. Það var í­ annað sinn í­ sögu samtakanna sem ekki tókst að kjósa formann. Undir lok starfsársins tilkynnti ég hins vegar félögum mí­num að ég væri til í­ að hella mér út í­ starfið að fullum krafti og eftir næstu landsráðstefnu tók ég við formennskunni.

2000 til 2001 var ég í­ Skotlandi í­ námi. Brottförin var skömmu fyrir landsráðstefnu og meðan ég var að pakka dótinu mí­nu niður var ég öðrum þræði að undirbúa fundinn – fá ræðumenn og stilla upp í­ stjórn. Sverrir Jakobsson féllst á að taka við formennskunni þetta eina ár – og daginn áður en ég flaug utan tókst mér að fylla sí­ðasta sætið í­ miðnefndinni. Þá mundi ég eftir stelpu sem hafði setið í­ miðnefndinni 16 eða 17 ára, mörgum árum fyrr – og sem ég kannaðist afar lauslega við. Ég hringdi og hún samþykkti að taka mitt sæti í­ miðnefndinni.

Hún hét Steinunn Þóra og var ví­st að austan.

Ég flaug aftur heim tveimur dögum eftir ellefta september og lenti strax á bólakafi í­ undirbúningi aðgerða. Sí­ðar um haustið tók ég aftur við formennskunni og var von bráðar farinn að sofa hjá meðstjórnandanum.

Við byrjuðum að fjölga í­ miðnefndinni á þessum árum, allt þar til komið var upp í­ núverandi tölu – tólf. Stjórnirnar voru undantekningarlí­tið ungar að árum – sumar of ungar. Það var ekki óalgengt að allir nema 2-3 væru undir þrí­tugu og oft fleiri en einn undir tví­tugu. Samt reyndu fjölmiðlar að draga upp þá mynd að SHA væru samtök aflóga hippa sem hefðu ekki áttað sig á að ní­undi áratugurinn rann í­ hlað.

Tí­minn hefur flogið ótrúlega fljótt sí­ðan. En þetta hefur eiginlega alltaf verið gaman – annars væri maður ekki að gera þetta.

Nýja miðnefndin er helv. efnileg, svo ég bind vonir við að þetta ár verði a.m.k. ekki sí­ðra en þau fyrri.

Join the Conversation

No comments

  1. Steingrí­mur Joð og aðrir Alþýðubandalagsmenn fluttu tillögur varðandi herinn á hverju einasta ári eða því­ sem næst. Það var ekkert óvænt eða óvenjulegt við það.

    Það sem gerðist hins vegar að þessu sinni var að Sjálfstæðismenn hleyptu málinu áfram úr nefndinni og í­ atkvæðagreiðslu. Auðvitað gerðu þeir það vitandi að það gæti vafist fyrir nýja kosningabandalaginu.

    Mestu hálfvitarök sem ég hef á ævinni heyrt í­ pólití­k komu einmitt frá Samfylkingarfólki í­ kjölfarið af þessari atkvæðagreiðslu. Sigrí­ður Jóhannsdóttir sagðist ekki hafa kosið með tillögunni – af því­ að hún vissi að hún yrði felld! Sem leiðir í­ ljós ALVEG nýjan skilning á fyrirbærinu fulltrúalýðræði. Aðrir kvörtuðu yfir því­ að það væri „ódrengilegt“ af rí­kisstjórninni að „setja Samfylkinguna í­ þá aðstöðu“ að kjósa um mál sem væri þeim erfitt…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *