Gott úrval í ÁTVR

Það gerist nú ekki oft að maður stendur sig að því­ að hrósa viský-rekkanum í­ íTVR – en nú er tilefni til þess. Úrvalið af góðu viskýi hefur ekki verið betra í­ háa herrans tí­ð. En þar sem slí­kt ástand varir aldrei lengi í­ senn hvet ég fólk til að nota tækifærið og hamstra!

Þrjú Islay-viský er vel ásættanlegt. Þarna er Ardbeg – sem er vitaskuld toppurinn og skyldueign – en auk þess bæði Bunnahabhain og Bruchlaiddich. Ég hef fengið pata af því­ að með nýja árinu verði önnur týpa af sí­ðarnefndu tegundinni sett í­ hillurnar, sem er sögð 7 ára (blanda úr fleiri en einum árgangi). Það er sælgæti.

Auðvitað ættu Lagavullin, Laphroaig og jafnvel Bowmore lí­ka að vera til – en miðað við það sem maður er farinn að venjast, þá er þetta furðugott.

Tvær tegundir af Highland Park eru á boðstólum, 12 og 18 ára. Macallan og Tallisker eru lí­ka til. Góður viskýskápur getur eiginlega ekki verið án þessara þriggja tegunda.

Ledaig er komið aftur í­ hillurnar. Það er fí­nt, en ekkert dúndur á borð við sumt af því­ sem talið hefur verið upp. – Fyrir blönduliðið er Black Bottle fí­nn fjölmöltungur. Gott ef hitt Orkneyjaviskýið, Scapa, er ekki til lí­ka. Það er ágætt.

Hvað vantar? Jú, það væri fí­nt að hafa Springbank og Júru svo eitthvað sé nefnt…

En fariði nú út í­ búð börnin mí­n og kaupið ykkur nokkrar viskýflöskur til að góðu, góðu birgjarnir sjái að það sé rí­fandi bissness í­ að sjá okkur fyrir veigum.