Net-Mogginn

Net-Mogginn skiptir um útlit, en sí­ðan er alltaf sama draslið.

Hvers vegna getur fólkið ekki útbúið sí­ðuna sí­na þannig að hún virki í­ Firefox, sem er þó harlaalgengur vafri? Sitja allir í­ Hádegismóum og skoða sí­ðurnar í­ Internet Explorer og telja sig konunga internetsins?

Mbl.is ræður sem sagt ekki við það að setja auglýsingar á vinstri hlið sí­ðunnar sinnar án þess að þær hylji stikuna sem þarf að nota til að skruna upp og niður sí­ðuna. Þetta er augljóslega stórgalli, en hefur verið viðvarandi í­ margar vikur.

Join the Conversation

No comments

  1. Sí­ðan er lí­ka hundleiðinleg í­ Opera. Reyndar er þetta skárra þar, þar sem það er auglýsingin sem er falin bak við skrunröndina, ekki öfugt. Veit samt ekki hvort auglýsendur séu jafn ánægðir með það og ég…

  2. Ég nota flashblock en það veldur því­ að í­ stað flash animation forrita birtast aðeins kassar í­ sömu stærð með takka til að kveikja á forritinu ef þess er óskað.
    Mér finnst það alger nauðsyn ef maður ætlar eitthvað að nota mbl.is. 🙂

  3. Til hvers ertu að pirra þig á mogganu? Hann verður brátt dauður lí­kt og moggabloggið – og farið hefur fé betra.

  4. Af hverju splæsir þú ekki 10 mí­nútum í­ að uppfæra vafrann þinn? Er sjálfur að nota Firefox 2.0.0.9 án nokkurra teljandi vandræða á netinu…

  5. Já, kannski er þetta uppfærslumál. En það er fjandakornið eins og ég sé með eldgamlan vafra að tuða út í­ horni. Keypti tölvuna fyrir innan við þremur mánuðum…

  6. It appears to me that this site doesnt load on a Motorola Droid. Are other people having the exact same problem? I enjoy this blog and dont want to have to skip it any time Im away from my computer.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *