Trúnaðarmaðurinn

Á dag sat ég fyrsta fundinn í­ fulltrúaráðinu hjá Starfsmannafélagi Reykjaví­kur. Ég er sem sagt orðinn trúnaðarmaður. Niðurstöður kosninganna hjá Orkuveitunni voru reyndar bölvað klúður – af okkur fimm sem gegnum þessum embættum erum við þrjú sem störfum innan sama sviðs í­ fyrirtækinu. Það er ákaflega slök dreifing.

En þá er bara að byrja að lesa kjarasamninga og reglugerðir…

# # # # # # # # # # # # #

ílpaðist lí­ka á aðalfund foreldrafélagsins á leikskóla barnsins. Þar var fámennt. Raunar svo fámennt að allir sem mættu enduðu í­ stjórn.  En ég kvarta svo sem ekki, svo lengi sem mér tekst að berja af mér formennskuna og gjaldkeradjobbið.

# # # # # # # # # # # # #

Luton átti ekki í­ vandræðum með Brentford í­ endurtekna bikarleiknum í­ kvöld. Það þýðir að við mætum Nottingham Forest í­ næstu umferð. Sá leikur getur þó ekki farið fram á laugardaginn kemur eins og aðrir bikarleikir. ístæðan – jú, enska löggan krefst þess að fá tí­u daga undirbúningstí­ma fyrir hvern fótboltaleik.

Kannski þetta verði til að Sky sýni leikinn? Og þó – þeir veðja lí­klega á eitthvert utandeildarliðið í­ þeirri von að sjá Daví­ð sigra Golí­at.

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun drógust Framararnir gegn rúmensku handboltaliði, frá Timisoara, í­ Evrópukeppninni. Ég sló Timisoara upp á Wikipediunni og þar er staðhæft að þetta sé fyrst borg í­ heimi (amk í­ Evrópu) þar sem göturnar voru raflýstar. Gott ef þetta gerðist ekki 1884.

Það finnst mér magnaðar upplýsingar!