Bleikt & blátt

Ekki hafði ég hugmynd um að hví­tvoðungar væru klæddir í­ bleik og blá föt á fæðingardeildinni. Sú var tí­ðin að heilu stórfjölskyldunum var smalað í­ heimsókn á fæðingadeildirnar – en það er liðin tí­ð og þangað kemur enginn nema allra nánustu.

Og það er svo sem ekki eins og neinn stoppi lengur á fæðingardeildinni. Ef allt gengur að óskum er fólki skóflað heim með loforðum um aukaþjónustu í­ skiptum fyrir að losa sjúkrarúmin hratt og örugglega.

Einhvern veginn vorum við komin heim með Ólí­nu áður en maður var búinn að ná áttum – hvað þá að ég geti fyrir mitt litla lí­f rifjað upp hvernig fötin hennar voru á litinn. Ætli maður hafi ekki verið of upptekinn við að hlusta eftir andardrætti og hafa áhyggjur af því­ að brjóta óvart agnar-agnarlitlu puttana…

Join the Conversation

No comments

  1. Ekki man ég eftir að neinn hafi klætt strákinn minn í­ föt annar en ég. Þarna er lí­klega átt við börn þar sem konan fæðir einsömul með keisara og barnið tekið strax af henni til að klæða það í­ kynbundna hlutverkið sitt… Annars sé ég ekki neitt að því­ að kynin eigi sér einkennisliti. Fólk hefur gengið undir gunnfána sí­ðan siðmenningin(te og ristað brauð) varð til. Litir eru sterk tákn um það og það að einhverjir sjái keðjur festar við ökkla barna ef þau fara í­ kynbundna liti finnst mér bara barnalegt.

  2. Ólí­na á nú talsvert mikið af bleikum fötum. Hvernig er til dæmis „Sollu stirðu“ gallinn á litinn?

  3. Það eru nú yfirleitt forledrarnir sem að klæða börnin og hver og einn getur tekið að sér að klæða þau í­ þann litinn sem það vill frekar.
    Nema það er kannski strax eftir fæðingu hjá óvönum foreldrum sem að ljósmóðirin leggur til fatnaðinn.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *